Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1937, Side 38

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1937, Side 38
r 34 urinn réttlætist af trú án lögmálsverka«, Rómv. 3, 28. Hér er þó ekki um trú alinennt að ræða. Það er ekki sama, hverju trúað er. Það réttlætist enginn af trú á annað líf, hversu sterk og heit sem hún er. Og enginn rétt- lætist af trúnni á tilveru Guðs. Það er trú- in á Jesúm Krist, Guðs son og frelsara, sem réttlætir. >Honum bera«, eins og Pétur postuli sagði, »allir spámennirnir vitni, að sérhver, sem á hanu trúir, fái fyrir hans nafn synda-fyrirgefning«, Post. 10, 43. En hvernig stendur á því? Er það þá betur gert að trúa þessu en öðru? Nei, trú- in er ekki verðleiki, sem benda megi á oss til réttlætingar. Það eina, sem vér get- um bent á oss til réttlætingar, er réttlætis- verk hans, sem fullnægði öllu réttlæti við Guð fyrir oss, endurlausnarverk Jesú Krists, eins og Páll postuli segir: »Þeir réttlætast af náð hans fyrir endurlausnina, sem er í Kristi Jesú«, Rómv. 3, 24. Trúin er aðeins tóm hönd, er tekur við gjöf Guðs í Jesú Kristi. »En öllum, sem tóku við honum, gaf hann rétt tli að verða Guðs börn: þeim sem trúa á nafn hans«, Jóhs. 1, 12. Það er dá- samlegt, að börn óhlýðninnar og reiðinnar frelsast frá óhlýðni sinni og reiði Guðs og

x

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)
https://timarit.is/publication/407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.