Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1937, Blaðsíða 81
77
leg, heldur þvert á móti andkristileg og að sagnir
Rosenbergs eru uppreisn gegn fagnaðarerindi Jesú
Krists?
Viljið þér vitna með oss, að sú heimsskoðun, sem
Rosenberg kennir sem þjóðernisjafnaðarmaður er
ósamrýmanleg kristinni trú? Viljið þér andmæla
því ásamt oss, að þessari heimsskoðun sé þröngvað
upp á æskulýðinn í nafni samþjóðernisins?
Vér spyrjum hina. nazistisku hreyfingu, sem ótal
trúaðir meðlimir safnaðarins hafa, hjálpað til að
sigra og ná forystu í ríkinu, hvort það á virkilega
aö banna oss að játa opinberlega, trú vora, og kraft
Guðs, sem hefur blessað þjóð vora, á liðnum tima
og mun einnig blessa, hana. í framtíðinni?
Spurningin er þeim mun nauðsynlegri, sem full-
komið frelsi er til að hæða, kristna kirkju og kristna
trú, jafnhliða, því, að vér, sem verjum. sannleika
hennar og heiður, erum hindraðir í því. Þetta ástand
leggst þungt á hinn kristna hluta þjóðar' vorrar,
Þau loforð, sem oss eru gefin um frelsi fyrir rétt
hinnar kristnu kirkju, hrynja, ef eigi er sagt skýrt
og voldugt orð, sem getur stöðvað alla; þessa fram-
rás.
Þessa orðs biðjum vér Foringja vorn!«
Faitli and Order.
Önnur alkirkjulega hreyfingin, sem nú er uppi
í heimi.num, nefnist Faith and Order (framb.: feiþ
and order), af því að' hún vill vinna að einingu með-
al kirkjudeildanna á grundvelli hinnaa- sameigin-
legu trúar og kirkjuskipulagsins. Gekkst hún fyrir
ulþjóðlegu þingi í Edinborg á Skotlandi 2.—14. ágúst
í sumar. Þetta er annað þingið i röðinni af þess-
ajri tegund. Þangað komu 144 fulltrúar frá 122
'kristnum kirkjufélögum i 43 löndum, Þar var rætt
um orsakirnar að sundrungu hinna kristnu kirkju-