Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1937, Blaðsíða 62
58
Hann segir: »því að það kenndi ég yður fyrst
og fremst, sem ég einnig hefi meðtekið, að
Kristur dó vegna vorra synda samkvœmt
ritningunum, og hann var grafinn, og að
hann er upprisinn á priðja degi, samkvæmt
ritningunurn*. Páll hefir því bæði lesið og
skilid Gamla-testamentið. Svo að síðustu
langar inig til að tala um spádóininn hjá
Jesaja uin þjáningar Krists og dauða vegna
okkar synda. Jesaja segir: »En vorar þján-
ingar voru það, sem hann bar, og vor liarm-
kvæli, er hann á sig lagði; — — en hann var
særður vegna vorra synda, og kraminn vegna
vorra misgjörða, hegningin, sem vér höfðum
til unnið, koin niður á honum, og fyrir hans
benjar urðum vér heilbrigðir«. Jeremia segir,
hvernig vér ættum að veita viðtöku orði
sannleikans: »Kæmu oró frá þér, gleypti ég
við þeim; og orð þín voru mér unun og
fögnuður hjarta míns, því ég er nefndur eftir
nafni þínu, Drottinn Guð hersveitanna«. Já,
eins og Drottinn Jesús segir sjálfur: »Sælir
eru þeir, sem lieyra Guðs orð og varðveita
það«. Ég vil þakka hinum lifandi Guði skap-
ara himins og jarðar fyrir sátt blessaða lífsins
orð og fyrir, aö hann hefir opnað augu mín
fyrir sannleikskrafti þess.
Ég vildi óska, að allir, sem orð mín lesa,
vildu nú taka Biblíuna, lesa liana, rannsaka