Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Side 56
50
það ferðaðist hann víða fyrir styrki, er honum
voru veittir, og vann sér inn fé með fyrir-
lestrahöldum, til þess að borga þær 240 kr.,
er hann hafði fengið að láni.
Um vorið 1901 skrifaði hann Hallgrími bisk-
upi Sveinssyni og spurði hann ráða um, hvort
hann ætti að sækja um styrk til stjórnar heima-
trúboðsins danska til þess að starfa að krist-
indómsmálum á Islandi öllum óháður. Biskup-
inn svaraði honum mjög vingjarnlega og vakti
athygli hans á, að á þeirri braut mundi hann
verða fyrir árásum og misskilningi, en sagði,
að ef hann hefði trúarþrek til að mæta þeim
og hann væri sannfærður um að þetta væri
köllun hans, skyldi hann gera það, og gaf hon-
um hin beztu meðmæli. Hann sótti um styrk-
inn og heimatrúboðið veitti honum 1000 króna
styrk árlega. Engin skilyrði voru honum sett
um starfsaðferðir, en sagt, að hann yrði að eiga
það við Guð og samvizku sína, hvernig hann
starfaði hér. Hann þyrfti ekki að vinna fyrir
heimatrúboð Dana, heldur fyrir Guðsríki á Is-
landi, og á þeim grundvelli var samvinna hans
við heimatrúboðið alla tíð. Yfir 20 ár naut hann
þessa styrks. —- Um þetta leyti stóð honum til
boða prestsembætti hjá kirkjufélagi Vestur-
Islendinga, en hann hafnaði því. Auk þess bauð
Ludvig Schröder, skólastjóri í Askov, honum
góðan stuðning, ef hann vildi stofna alþýðu-