Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Side 127
m
leiddist Gamla-testamentið, en Nýja-testamentið varð
honum hjartfðlgið. Einkum festust þessi orð í huga
hans: »En ég segi yður: Pér skuluð ekki rlsa gegn
meingerðamanninum, en slái einhver þig á hægri kinn
þína, þá snú þú einnig hinni að honum. Og við þann,
sem vill lögsækja þig og taka kyrtil þinn, slepp og
við hann yfirhöfninni.« Matt. 5, 39.—40. Hann segist
hafa kunnað vel að meta guðrækni kristinna manna
í Johannesburg, en hann bætir við: Ég sá þó enga
ástæðu til að skifta um trú. Mér var ómögulegt
að trúa því, að ég gæti komist til himinsins eða öðl-
ast hjálpræði við það að verða kristinn.« Og ennfremur
segir hann:» Það var minni trú ofvaxið, að Jesús
væri eingetinn Sonur Guðs, og að þeir einir, sem tryðu
á hann gætu öðlast eilíft llf.« Gandhi álltur að Jesús
hafi aðeins verið mikill fræðari, mannkynsfræðari, en
ekki mannkynsfrelsari. Hann álítur, að engin trúar-
brögð geti með réttu haldið því fram, að þau ein
séu sannleikurinn, en öll önnur trúarbrögð villa, eins
og kristindómurinn gerir. Pess vegna álítur hann, að
hlutverk kristnu trúboðanna, sem koma til Indlands,
eigi ekki að vera það, að snúa öðrum til kristni, held-
ur eigi þeir aðeins að sýna kristindóminn í lífi sínu,
til þess að verða þannig fyrirmynd annara, svo að hinir
geti tekið þá sér til fyrirmyndar um það að verða
sannari hindúar eða sannari Múhameðstrúarmenn!
K. F. U. M. og K. F, U, If, í Danmörku
hafa nýlega gefið út skýrslu um starfsemi sína síðast-
liðin 5 ár. Samkvæmt henni eru í Danmörku alls
1353 félög með 54,000 meðlimum, auk 11,162 meðlima
í yngstu deildunum. Blöð félaganna eru gefin út 1
60,000 eintökum. Innan K. F. Ul M. eiga 69 félög sín
eigin hús, sem virt eru samtals á rúmlega 6 millj.
króna, og innan K. F. U. K. eiga 37 félög hús, sem