Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1933, Blaðsíða 131
125
Hvart kostaði ófrlðurinn mikll 1914—1918
Hann kostaði 30 milljónir mannsllfa og 40 milljarða
dollara. Fœstir hafa nokkra hugmynd um, hve sú upp-
hæð er í raun og veru há, og því hefir verið reiknað
út, hvað gera mætti við þá fjárupphæð, ef hún væri
handbær.
Fyrir hana væri hægt að byggja hús fyrir 10.000 kr.
með 4 þús. kr. innanstokksmunum og leggja hverju húsi
til 5 ekrur af ræktuðu landi, sem virt væri á 400 kr.
hver ekra, og gefa slika eign iiven’i einustu fjölskyldu
í Bandaríkjunum, Kanada, Astrallu, Wales, irlandi,
Skotlandi, Frakklandi, Belgíu, Pýzkalandi og Rússlandi.
Síðan væri hægt að gefa hverri einustu borg i öll-
um þessum löndum, sem hafa 200 þús. íbúa eða fleiri,
bókasafn fyrir 20 miljónir króna, spítala fyrir 20 millj.
kr. og háskóla fyrir 40 milljónir króna.
Og af því, sem þá væri eftir, væri auk þess að leggja
til hliðar upphæð, sem rneð 5(j/0 ársvöxtum nægði til
að greiða fyrir alla komandi tíma 125.000 kennurum og
125.000 hjúkrunarkonum 4000 krónur í árslaun. Og þó
væru peningar enn afgangs.
Þetta kostaði eyðileggingin!
Borgaraleg fermlng.
I Kaupmannahöfn hafa andstæðingar kristindómsins
komið á fót því, sem kallað er »borgaraleg ferming*.
Er það gert til þess að ná börnunum undan áhrifavaldi
kirkjunnar, en þó þannig, að börnin fái eitthvað í stað-
inn fyrir hina kristilegu fermingu, svo að þau sakni
hennar síður. Athöfnin fer fram í gamalli kirkju, sem
nú er búið að leggja niður. Pannig geta þvf börnin
komizt hjá ýmsum óþægindum. Pau geta sagt, að þau
séu »fermd« og geta jafnvel sagt, í hvaða kirkju þau
hafi verið »fermd«. En »fermingin« er eins og nærri má