Fróði - 01.12.1911, Blaðsíða 2

Fróði - 01.12.1911, Blaðsíða 2
148 FRÓÐI leynt afl og jafnvel spádómar, er síöar rætast. Franska blóöið, er rann í æöum Roussillons, steig til heilans. Tungutakiö hafði náö haldi á takmarkalausri mælsku Hann stækkaöi og hækk- aöi meir og meir. Orðin féllu hunangi sætari frá vörum hans. Tilburðirnir voru stói-fengilegir og hrífandi. Öll framkoma glæsimannleg. AÖ endingu sagði hann: “Frakkar! landar! Aineríka er Eden heimsins, og mun, á sínum tíma stjórna honum, eins og Rómaborg gerði eridur fyiir löngu. Þar, sem að frelsið tekursér aöseturs- stað, þar er miðstöö valdsins og aflsin s”. Þessi fundur var haldinn í lítilli bjálkakirkju er stóö á hæð. og var útsýni þaðan yfir óræktuöu sléttnflæuiin. Til vesturs lágu á tvö þúsund mílna svæði sléttur, skógar, fjöll og mýrar alt vest- ur að Kyrrahafi. I suðurátt lágu öldumynduð landflæmi, um þúsund mílur suður bö ströndunum viö Gólfstrauminn. I norður til noröurheimskautsins og í austurátt til hinnar litlu bygðu ræmu hinu megin við fjöllin sást ekki mannabygö. Alt var autt og ónumið. Ef lesarinn skyldi eiga Ieið í dag um Vincennes og ganga suður eftir “öðru stræti” þar til að það liggur yfir “kirkjustræt- ið”, þá væri að líkindum blettur sá, er hann þá hefði undir fót- um, hér um bil sá sami staður og Roussilíon stóö á, er hann flutti hina djarfmannlegu tölu sína. Að vísu gerir höfundur þessarar sögu ekki kröfu til, að vita nákvæmlega á hvaða d e p 1 i gamla “Saint Xavier-kirkjan stóð, en mjög nálægt því. Ef slíkt yrði staðhæft við vissu, ætti að reisa þar ómáanlegan varða úr ■‘Indíána-steini”. Þá er Roussillon hafði lokið tölu sinni og áheyrendur voru orðnir uppgefnir af fagnaðarlátum, þá kallaði séra Gibault hvern mann til sín, og let þá sverja málstað Ameríkumanna hollustu- eiða. Enginn skoraöist undan því. Meðan á þessu stóð, vann kona ein fullkomlega að sínum hluta að því, að breyta Vincennesvirkinu úr fransk-ensku smá- þorpi í ameriskan bæ. Þegar húsfrú Godére vissi hvað var á ferðuin, tók hún til starfa; hún réðst í að búa til fána í líking merkis þess, er Washington lét bera fyrir sér og liði sínu. Það

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.