Fróði - 01.12.1911, Blaðsíða 16

Fróði - 01.12.1911, Blaðsíða 16
IÓ2 FRÓÐI. framkomuna hennar ásamt framérskarandi feguiö. Hann at- hugaöi hana eins og hann mundi hafa athugaö fagurt blóm eöa fagran fugl- Þótt hún talaði h'tið við hann eöa aðra svo hann heyrði, þá varð hann samt var við það, að hún mundi bœði ein- ráð og um leið glaðlynd. Honum var það undrunarefni, hve mikil áhrif hún hafði á séra Beret, En brátt fór hann að verða var við djúpa og þróttmikla lyndiseinkunn og glæsilegar gáfur undir léttúðarhamnum, og að hún hafði lesið meira en lítið af góðum bókum. Hítill viðburður varð til þess að opna augu hans enn betur fyrir fegurð og yfirburðum hennar, og auka á kunningsskap þeirra. Séra Beret var batnað; hann var aftur kominn í kofa sinn og tekinn til starfa; en Beverley kom í hús Roussillons eftir sem áður á hverjum degi. Þótt ótrúlegt muni þykja, þá féll hann húsfrú Roussillon ve) í geð, og hún ruddi sjaldan úr sér illyrðum er hann var í nánd. Jean komst líka brátt í kunningsskap við Beverley og hélst hann með þeim, Auðvitað sýndi Alice honum að eins viðmót það, er sannri gestrísni sómdi. Hún vissi naumast hvort henni féll hann í geð eða ekki. En hann var svo afarfróður og veitti henni vel af þeim nœgtabrunni sínum. Fróðleikshungrið í sálu hennar fékk þar saðning eins og líkamlegt hungur í stórveislu. Þetta frœðsiuhungur þrýsti henni fastar að honum Eins og eðlilegt var, fóru J>au að umgangast hvert annað hispurslaust og blátt áfram, og lærðu því betur að þekkja hvort annað í raun og veru. Þar hitti Grikki Grikkja í nýrri Arcadiu. Honum kom hún fyrir sjónir sem gyðjan Díana, sterk, einkenni- leg, blátt áfram, jafnvel sem hreint náttúrubarn, en um leið tárhrein og kvenleg í öllu. En henni virtist Beverley sein ímynd mannlífsins sem hún þekti ekki. Hann kom til hennar úr Undra- landinu fvrir handan skógana og slétturnar. I honum sá hún stórborgir, lystigarða, skrautsali, leikhús; í einu orði: draum- ríki sitt. Pramhald

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.