Fróði - 01.12.1911, Blaðsíða 30

Fróði - 01.12.1911, Blaðsíða 30
1/6 FRÓÐI. “í harningjurmar bænum, taliö þér ekki svona kuldalega”. “Kuldalega?” mælti hún. “Eins og þessi samferð ætti að efla vinfengi meðal okkar”. En svo kom lestin og hann hjálpaði henni upp í vagninn og gekk á eftir henni. Þau settust niður í sæti tvö saman, en vagn- inn var tómur, og leit hún þá til hans og sagði: “Eg sé enga ástæðu til þess, að við skulum verða sarnferöa aftur”. “Jæja þá”, svaraði hann svo auðmjúkur að hún þagnaði, og hélt hann þá áfrarn. “En þó að flónska mín sé fram úr hófi keyrandi og þó að ég sé rnesti erkibjáni, þá er ég þó ekki talinn vondur maður, sem stúlkur eigi að refsa með því að flá þá lif- andi”. » “Mig langar ekkert til að refsa yður. Eg býst ekki við að hafa nein kynni af yður frarnvegis”. “Eigið þér við að þér ,,búist við“ eða ,,langi til“?” “Ég á við hvorutveggja, ef þér endilega viljið vita það”. “En mig langar til þess, að þér gefið mér tækifæri aö sýrra yður, að ég er ekki eins klunnalegur og þér haldiö”. “En ég ætla mér ekkert að hugsa um yður”, mælti hún. “Viljið þér þá ekki gefa mér tækifæri?” “Hvernig þá?” “Einhver sem þér —- eða við bæði þekkjum — ég á við—” “Þér eigið við að við skulum fara að bera okkur saman, hvort við bæði þekkjum ekki hann Eirík, eða Gísla eða Helga. Nei,.ég hirði ekkert um það”. “Ég á við — með yðar leyfi — að ég fái einhvern til að ganga í ábyrgð fyrir rnig —” “Nei, öldungis ekki”. “Eg á við — Ég skyldi vera yður svo þakklátur —- og ég er svo hrifinn af yður — “Verið þér nú ekki að segja þetta”. “Nei, ég skal ekki gera það. Ég er ekki hrifinn af nokkr- um manni, karli eða konu, og rnér kom ekki til hugar að móðga yður. — En það er — ég — fyrst ég er nú orðinn yður kunn-

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.