Fróði - 01.12.1911, Blaðsíða 23

Fróði - 01.12.1911, Blaðsíða 23
FRÓÐI. 169 iö. Um klukkan 11 aö kvöldinu sáu þeir ljós og þá hætti líka skriðið á jökunum. Fljótiö var frosið, þakið einni íshellu. VII. I þrjá daga voru þeir Kit og Shorty aö bera farangurinn upp í loggakofann, sem þeir Sprague og Stine höfðu keypt. Að því loknu kallaði Sprague á Kit. Þá var kuldinn orðinn 65 stig fyrir neðan Zero. “Mánuður þinn er ekki úti enn þá, Smoke”, mælti Sprague, “en hérna læt ég þig fá fulla borgun. Ég óska þér til ham- ingju”. “En hvað líður þá samningunum milli okkar? Hér er sult- ur mikill af matarleysi. Menn geta ekki fengið vinnu í námun- um nema að menn geti fætt sig sjálfir. Við sömdum um ...” “Ég veit ekki af neinum samning okkar á milli. Veist þú nokkuð um það Stine? Við réðum ykkur upp á mánuð og hér er nú borgunin. Viltu gefa mér skriflegt vottorð fyrir gjaldinu. Kit krefti hnefana svo að hnúarnir hvítnuðu og hrukku þeir félagarnir frá honum. Það var auðséð, að hann langaði til að berja Sprague. En Shorty sá einnig hvað fram fór, og greip frarn i: “Bíddu nú við Smoke”, mælti hann. “Ég sé ég get ekki lengur verið hjá þeim, þessum mönnum. En við skulum halda saman. Taktu dótið þitt og bíddu mín hjá Elkhorn hótelinu. Ég skal jafna reikningana. Ég er ekki mikill sjómaður, en nú erum við á þurru landi, og þú skalt sjá hvort það getur ekki rokið hjá mér. Hálfri stundu seinna kom Shorty til hans. Voru þá hnúar hans blóðugir og rispa nokkur eða fletta á öðru kinnbeininu, og var það ljóst, að hann hafði í skærum verið. “Þú hefðir átt aö sjá kofann þeirra”, sagði hann ískrandi af hlátri. Það var farið að kastast til í honum hitt og þetta, og ég þori að veðja um það, að hvorugur þeirra lætur sjá sig á al- mannafæri í heila viku. “En svo er ég búinn að leggja það alt niður fyrir okkur. Matvælin kosta dollar og hálfan pundið, og músdýraket er tvo

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.