Fróði - 01.12.1911, Blaðsíða 44

Fróði - 01.12.1911, Blaðsíða 44
FRÓÐI. 190 grafa upp allar þær bækur sern ekki höföu verið eyðilagöar og hægt var að íinna, kom það þá upp, að margur hafði óhlýðnast b'otSwrí keisara og dregið undan það sem hægt var af bókunum. Var þá um tíma blóinaöld hjá Kínverjum, listir og vísindi jukust, vellíðan þjóðarinnar óx því friðsælt var, þar sem engir leituðu á þá nema hinar viltu Tartaraþjóðir að norðan. Árið 121 f. Kr. var Woote keisai'i Kínverja og safnaði hann þá liði og fór á móti Törturum, sigraði þá gersamlega og setti á stofn kínverskar nýlendur í sveitum þeirra, bygði borgir og setti yfir jarla. Loks íóru að koma upp deilur á milli Tartara sjálíra og um 93 eftir Kr. voru þeir reknir að austan. Hröktust þeir vestur á bóg þangað til þeir komu norðaustur af kaspiska hafinu, þar staðnæmdust þeir á sléttunum, þar sem nú eru Kirghisar. Á dögum Mingte keisara, 65 e. Kr., var farið að boða Buddhatrú í Kína. Kom hún frá Indlandi og var hi-akin þaðan. Það var endurbót á Brahmatrú Indverja. Buddhatrú náði brátt fótfestu í Kína og hefir haldist þar við til þessa dags. Einlægt var Kína mikið og voldugt ríki. Keisaraættirnar sátu þar sjaldan lengur en 200 ár hver, þá kom einhver höfðing- inn og velti hinum ríkjandi keisara úr stóli. Árið 284 e. Kr., er getið um að Theodósíus keisari hins austrómverska ríkis hafi sent sendiherra til Kínverja keisara. Eftir 400 e. Kr. kom los á alt þar eystra, og var óöld og hver höndin upp á móti annari þangað til Him Yang Keen braust til valda 590 é. Kr. Hann var maður mikilhæfur. Lét semja lagabálka nýja og bæta hin gömlu lög og jók fimm þúsund bind- um við hið keisaralega bókasafn. Hann vann sigur á Tartörum og barði á Koreumönnum, en þeir voru orðnir honum undirgefn- ir og vildu losast. Eftirkomendur hans voru byggingamenn miklir og unnu vísindum, var á þeirra dögum stórum aukið hið keisaralega bókasafn. Um 640 e. Kr. var Kína orðið svo voldugt, að það náði vestur að Persaveldi og Kaspiska hafinu. Þá var ríki keisara þeirra, sem kallaður var Khan, svo mikið, að þangað voru gerðir sendiherrar frá Nepaul, Persalandi, Magadha og Rómaborg

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.