Fróði - 01.12.1911, Blaðsíða 41
FRÓÐI.
187
er 2900 mílur á lengd. Á því Hjóti er skipagengd miklu meiri,
því aö ósarnir á Hoangho eru of grunnir fyrir siglingar.
Enginn rnaður veit hvaö gamlir Kínverjar eru. Því er lfkt
vaviö hvað þá snertir sem öörum fornþjóðum, að hin elsta saga
þeirra er blönduö goðsögnutn og æfintýrum, og ekki gott aö
henda reiður á sögnutn þeirra. En þarna hafa þeir búiö frá
hinum elstu tímum og í rauninni sjaldan gert úthlaup til þess að
brjóta undir sig aðrar þjóðir.
Það er eiginlega fyrst um áriö 2356 fyrtr Kr. aö vér getum
farið aö marka sögur þeirra, og þá veröum vér að leita fréttanna
hjá hinum mikla og heimskunna speking þeirra Konfúsius.
Það er sagt utn þá Yaou og eftirmann hans Shun, aö þeir
hafi veriö svo miklir menn og vandaðir, að þá hafi siögæði og
mannkostir verið svo ríkjandi hjá Kínverjum, að glæpir voru
meö öllu óþektir, menn stálu ekki, lugu ekki, sviku ekki, myrtu
ekki, en þjóðin lifði í friði og vellíðan og jókst og margfaldaðist.
Þá voru borgir bygðar, mannfélagsskipun var á föstum fótum.
Lögin gengu þá jafnt yfir alla, menn seldu og keyptu og geröu
satnninga sín á milli, því aö Yaou 2356 f. Kr. setti markaði og
sölutorg víðsvegar unt landiö.
Eftirmaöur hans Shun ríkti meö honum seinustu árin. Á
hans dögutn er þess getið aö “Gula fljótiö” braust yfir landið og
eyddi stóra fláka af því. En þá var hinn vitri Yu fenginn til
þess að grafa því nýjan farveg. Hefir þaö óefaö verið eitt af
stórvirkjum heimsins Það tók hann 9 ár að gera það. En svo
þótti mikið koma til verksins og mannsins, að hann var hafinn
til keisaratignar og tók við ríki eftir Shun.
En eftirkomendur hans voru sumir vondir og sumir ónýtir
stjórnendur og loks var þeim stéypt, þjóðin þoldi þá ekki lengur,
og kom þá Shang ættin til valda 1766 f. Kr. Hún ríkti um
stund, en fór sem mörgum öörum stjórnendum að þeir æstu
þjóðina móti sér með grimd og hörku, og braust þá W o o
W. a tt g til valda. Var hann fyrsti maðurinn af C h o w ætt-
inni, hraustur maður og skörungur mikill og drengur hinn besti.
En hann gerði það glappaskot aö hann skifti ríkinu og
mjmdaöi 72 jarlsdæmi. Skipaði hann þau kunningjum sínum