Fróði - 01.12.1911, Blaðsíða 7

Fróði - 01.12.1911, Blaðsíða 7
FRÓÐl. ■53 þar, skotist levnilega út úr bænutn, mannað bát og haldið upp ána, að líkindum fyrst til Oníatenon og þaðan til Detroit Vafa- laust heúr þeitn komiö til hugar, að það kynrti að verða þeim of heitt, að dvelja í bænum. Þannig stóð á því, að Vincennes og Fort Sackville urðu fyrst til þess, að viðurkenna Arnerisku stjórnina og draga fána hennar á stöng, er var af öllum nefndur “Alice Roussillon ’fán- inn’’, rneðan hann blakti yfir virkishúsinu. Séra Gibault hélt aftur til Fort Kaskaskia, og litlu síðar kom Leonard Helm, hershöfðingi, til Vincennes. Hann var gegn maður og góður, en hniginn á efra aldur. Hann hafði í höndum embættishréf frá Clark yfirforingja, er skipaði hann sem eftir- manr. Roussillons og einnig til þess, að starfa sem umboðsmað- ur stjórnarinnar viö Rauðskinna í Wabashfylki. Bæjarbúar tóku honum með fögnuði, enda gerði hann sig brátt heimakom- inn meðal þeirra, tók þátt í sketntunum þeirra og öllu félagslífi. Herra Roussillon var ekki heima, er Helm og menn hans komu. René Rossville hafði, að nafninu til, umsjón yfir virk- inu, en hann hafði farið á rjúpnaveiðar all-langt í burtu, og var því ekki við hendina að afhenda virkið; og þar sem ekkert varð- lið var sjáanlegt, tók Helm yfirráð yfir því án þess, að formleg afhending ætti sér stað. “Ég held, undirforingi, að það væri best að þér færuð út um bæinn, og reynið að hafa upp á þessum virkisforingja, hvað sem hann nú heitir”, sagði nýi hershöfðinglnn við hraustlegan, ungan undirforingja, er fylgdi honum. “Ég get aldrei munað þessi frönsku nöfn. Munið þér hvað hann heitir, undirforingi”. “Já, herra minn; í skipan Clarks stendur “Gaspard Rous- sillon”, en mér er sagt aö hann sé í verslunarferð”, mælti ungi maðurinn. “Þessir lygalaupar geta sagt yður allan fjandann”, sagði Hehn. Það væri samt ekkert á móti því, að komast eftir hvar hann á heima, og koma þangað rétt fyrir siðasakir, spyrja um heilsu hans og svo framvegis. Ég vil að þér reynið það, herra minn, og segið mér úrslitin”.

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.