Fróði - 01.12.1911, Blaðsíða 22

Fróði - 01.12.1911, Blaðsíða 22
168 FRÓÐI. nefiS væri aS kala. Þegar birta tók betur, sáu þeir ekkert ann- aS en ís í kringum sig. En eitthvaS eitt hundraS yards voru til strandarinnar til norSurs. StóS Shorty fast á því, aS þar væri ósinn og kvaðst sjá vatniS. Brutu þeir Kit og Shorty svo ísinn meS árum sínum og loks komust þeir út í ósinn, þá var autt vatn og bar straumurinn þá norSur meS 6 mílna ferS á klukku- stundinni. En er þeir litu aftur, þá sáu þeir fjölda af bátum, sem sátu frosnir hér og hvar í ísnum á vatninu. VI. Dag eftir dag létu þeir rekast ofan fljótiS. Is var meS landi öllu hvar sem þeir fóru og á kvöldm urSu þeir aS höggva vök fyrir bátinn í skarirnar inn undir landið. Þeir höfSu stó litla á bátnum og héngu þeir yfir henni daga alla, þeir Sprague og Stine, og bökuðu sig. Voru þeir nú löngu hættir aS skipa fyrir og töl- uðu varla orS. Seinasta nóttin var þó köldust, og um morguninn sýndist þeim alt fljótið vera frosiS. ÞaS var alhvítt og krapaS milli landa og var þó hálfa mílu á breidd. Þeim Sprague og Stine leist ekki á og vildu hvergi fara. En þeir ráku þá út í bátinn og fóru aS höggva sig út í straum- inn því að skrið var á krapinu. Var það þétt-stráS jökum, og er þeir komu út í strauminn skrúfuSu jakarnir þá meðfram skör- inni og rifu æSi mikið stykki af öSrum borðstokknum. Jakarnir voru oft svo þykkir að þeir gátu stokkið út á þá. Og loksins fraus krapiS svo utan um bátinn aS þeir gátu ekki hreift hann. Hann barst meS straumnum eins og hinir jakarn- ir, og vissu nú ýmsir endar fram. Shorty var þá hinn rólegasti, því að næsta morgun ætlaSi hann aS vakna í Dawson. Hann passaSi stóna og sauS matinn og söng í sífellu. Svona gekk fram í myrkur og alt kvöldiS. Loks reif jaki einn er reis á rönd stórt stykki úr öörum borð- stokknum og sáu þeir í gráleitt fljótið viS og við. En það gerSi þeim ekkert, báturinn var nú jaki en ekki skip, og gat ekki sokk-

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.