Fróði - 01.12.1911, Blaðsíða 32

Fróði - 01.12.1911, Blaðsíða 32
FRÓÐI. ■7« ,,'Nei, þaö megiö þér ekki“. “Alt yöar tal er mjög nærri því að vera ósvífiS og vítavert“, inælti hún. “Eg vil ekki vera hörð eða ókurteis við yður. En þér hafið inóðkað rnig stórlega. Eg verð þó að segja að ég er eiginlega ekki reið við yður. Eg hugsa ekkert um yður og ég býst ekki við að sjá yöur nokkurn tíma aftur. Það er best, að það sé svo. Hið eina sem ég get gert, er að taka kurteislega kveðju yðar, ef við skyldum nokkru sinni mætast á förnuin vegi. Getur sekur maður búist við betra?“ „Refsing yðar er þung og hörð“, mælti hann og roðnaði í framan. ,,Refsing m.ín? hverjum er ég að refsa? má ég spyrja. ,, Mér “. ,,Hvaða vjtleysa. Mig langar ekkert til þess að refsa yður, Hvernig gæti ég refsað yöur — ef mig langaði til þess?“ ,,Með því að breyta eins og þér breytið'h ,.Hvernig þá?“ spurði hún nú heldur þýðlega, “Með þvf að svifta tnig allri von um að fá nokkurn tíma að kynnast yður“. ,,Þér eruð ósanngjarn“, mælti hún, og beit á blóörauða vörina um leið. ,,Eg er ekki að neita yður um þessa von, sem þér nefnið svo. En lítið þér nú á, Ef að_ þér í fyrsta skifti hefðuð séð mig þarna á lestinni, þá munduð þér hvorki hafa vom að eða langað til að kynnast mér. Og setjum nú svo, rétt svona til dærnis" — og nú roðnaði hún, þó að rödd hennar væri stilt og róleg — , .setjum nú svo, að yður litis't á mig — þætti ég vera þægileg að líta á, — Yður hefði aldrei komið til hugar að tala til mín, eða óskað eftir að fá að kynnast mér. Og hvers vegna eruð þér þá, áð nota þetta atvik til þess að beiðast þess nú? Þér hafið enga heimtingu á því — og ég hefi engan rétt til þess að veita yður þetta, sem þér segið að yður langi svo mikið til“. Hún sagði þetta í ofur þýðum róm, og horfði beint í augu hotium meðan hún talaði. ,,Má ég svara yður?“ spurði hann þá stillílega. ,,]á, ef þér viljið“. ,,Þér skoðið það þt ekki sem móðgun aí rninni hendi?"'

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.