Fróði - 01.02.1912, Qupperneq 1
FRÓDI
Fyrsti Árgangur WINNIFEG, FEBR. 1912 Sjötta Hefti
Samkvœmis-sahirinn, [Salón].
Þar, sem fólk kemur saman, hvort þaö erí heimahúsieöa á
opinberum staö, til tals og ráöa, má kallast samkvœmis-salur.
Þar kemur líf þjóðfélagsins fram í sínum spari og hversdags
búningi, þar eru heimili og-miöstöövar samkvœmis-lífsins. í
því mannfélagi þar sem fátt er um slíka staöi er lítiö um sam-
kvœmislíf, eöa þaö er á lágu stigi. Þá er og lítið um feguröar-
smekk og listfágun í almennum efnum.
Svo er alment álitiö, aö engin þjóö í heimi standi jafn
framarlega í siðfágun, í háttprýöi oghversdags kurteisi og Frakk-
ar. Þar er líka samkvœmislífið á fullkomnara stigi en annars-
staðar. Sjálfsagt eiga þar í nokkurn þátt, þ ndiseinkunnir
þjóöarinnar, hin mikla lífsgleði, télagslyndi og léttsinni. En svo
hafa allar hinar merkari jijóðir, að fornu og nýju, lagt sinn
skerf til siðmenningarinnar, og er þetta aö líkindum skerfur
Frakka.
Lögmálið frá Gyðingum, Fegurðar hugsjónin frá Grikkjnm,