Fróði - 01.02.1912, Síða 8

Fróði - 01.02.1912, Síða 8
250 FRÓÐI forrni og takmörkun þessa samkvæmish'fs. Það varð fínna, þýðara,. áferðarfegra — en annars mundi hafa orðið — af því það var undir hennar stjórn, í hennar umsjá, sniðið til þátttöku bæði fyrir karla og konur. “Salóninum” var haldið uppi með reg-lubundnum samkom- um, oftast vikulegum. Yar þft boðið þeim er húsráðandi kaus.. Oftast, voru það ávalt þeir sömu, og sóttust þessar ríkisfrúr eftir er samkvæmissal liéldu, að safna til sín sem fiestum málsmetandi körlum og konum, Og til heyrði það fólk þeirra “Salón” og hélt sig sem ,hóp eða flokk útaf fyrir sig, að ýmsu frá skilið þeim sem annara “Salón” sóttu. Mest virðing þótti það, að hafa sein frægast- ann samkomusal, mest málsmetandi, fasta gesti. Sótt var eftir ungum listamönnum er komu til höfuðborgarinnar, skáldum og rithöfundum, bæði fyrir þá sök að þeir stóðu til frægðar, þeir færðu með sér tilbreytilegan hugsunarhátt úr hinum ýmsu héiöðum. er þeir komu frá, og svo líka sökum fjörs, œsku og fegurðar. Það er sagt frá því í æfisögu Ileines, Gyðingaskáldsins fræga, að með hann hafi verið farið mjög dátt í samkvæmissölum hefðar kvenna í Ilamborg og víðar um Þýskaland. Enda var hann afburða fríður, gæddur hinni undursamlegu, töfrandi lyndiseinkunn, er fram kom í hinum, ávalt ómótstæðilegu myndum, þar sem inn í gleði- hreiminn blandast einhver fjariægur ómur er snertir hvert brjóst með hugsýnis þrá, er vekur fyrirlitning fyrir öllu miðlungsmanna almætti en þrengir sör inn í ókunna, sálþrungna drauma heima, Samkvæmissalurinn stendur með sínum fríðasta blóma í lok 18. aldar um og fyrir Stjórnarbyltinguna miklu og ríkis ár Napóleons. Voru þá margir nafnkendir “áalónar” í Parisog víðar á Frakklandi, og um leið og þau voru heimkynni lista og fágunar í félagslífinu og samfélag ýinsra me3tu atgerfismanna Frakklands, voru einnig gróðrarslöð frelsisvonarinnar. og frelsislöngunarinnar er þá var að vakna lijá þjóðarinnar bestu mönnum. I “Salóninum” vöru saman komnir bestu menn af ýmsum stigum er gegndu ýmsum embætt- um. Þar voru prestar, ábótar, biskupar, skáld, fræðimenn, Iögfræð- ingar, stjórnmálamenn og trúleysingjar í einum hóp. Þar var fylgst með öllu er var að gerast og ekki síst þeim bánnfær- ingum á skoðunum, ritgerðum og bókum, er þóttu hættulegar al- menningi, er út gengu frá stjórnarráðstofunum. Þar eru nýjar stefnur í smíðum, nýjar skoðanir að ná föstu sniði, og nýjar kröfur að gera vart við sig.

x

Fróði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.