Fróði - 01.02.1912, Side 13
FRÓÐI
255
til manna, vináttu, lffsgleði, fölagslyndi eða þessháttar, lieldur er
skrifað stóru letri með geiflunum á andliti þeirra “Hvað á
■ég sammerkt með þér”? Fólk af efri stéttum, er drunealegt,
montið, stolt og hégómlegt. Af lægri stigum, er það f>verúðarfult,
dónalegt og skrílfengið. þar er engin sönn mentun. Háskól-
arnir eru líkari hirðsölum, og lialda þar til auðugir slæpingar,
sem annan hluta dagsins [fylla sig á mat og víni, en hinn hlutan
hlýða yfir luralegum unglingum sem verið er að menta til presta”.
Lýsing þessi er að sjálfsögðu mikið ýkt, enda var þá kalt á milli
Frakka og Englendinga,
Otal fleiri dæmi mætti taka bæði frá samkvæmissalnum f
■Grandval og öðrum, en hvorki leyfir tíminn það og svo nægja
þessi dæmi, til þess aðsýna, liversu samkæmissalurinn franski var
í sinni bestu mynd. Eg liefí ekki minst á hann f sinni verstu
mynd því það gefur enga liugmynd um liversu í raun réttri
samkvæmissalurinn var og getur ávalt verið, menningar og
gleðimót undir vernd heimilisins, er álirif, stórkostleg, gatur liaft
á þjóðlffið f heild. Margir samkvæmissalirnir urðu að samdráttar-
stöðum milli kárla og kvenna og jafnvel liöfðu skemmandi álirif
á hugsunarliáttinn eins og frakkneskar sögur bera með sór.
Þrátt fyrir það kveður þó John Morley upp þann dóm um
“Salóninn” á 18. öldinni að hann liafi verið eitt mesta menningar
afl þjóðarinnar. “Vér liöfum heyrt sagt margt um álirif “Salóna”
18. aidarinnar, segir liann, enda hlaut svo að vera, þar sem
stöðuglega komu saman menn og konur, vikulega, til að ræða um
J>að sem varað gerast, auk skemtana, nýjar bækur, leiki, skoðanir,
stefnur ög hugmyndir, erfram komu áþessari viðburðaríku öld”.
“Salóninn” tók /msum breytingum eftir þvf sem þeir voru
er fyrir stóðu, en í öllum lians myndum þá var það stofnun, þar
sem konur tóku þau sæti, er þær liafa livergi skipað í nokkru
mannfélagi utan Frakklands”.
Er það áreiðanlegt að samkvæmissalirnir áttu ei lftimr þátt í
þeirri stóru og fíngervu menningu er franska þjóðin náði, er gerði
hana að meistara, en allar aðrar þjóðir að lærisveinum í þeim efn-
um.
I Bandarfkjunum, sérstaklega Boston, var samkvæmissalur-
inn með öðru móti. Var hann helst klúbbur þar sem komið var
saman og rædd ýms mál. Lýsir Julia Ward Howe því í fyrirlestr-