Fróði - 01.02.1912, Page 20
246
FRÓÐI
vel, aö ráð Jazons frænda var þaS eina, ervít vár í, en hann var
ekki enn til þess búinn, að nota “mjúku sápuna,’’ einsog
gamli bragSarefurinn komst að orði.
“EruS þér breski hershöfSinginn?’’ hrópaSi Helm,
“Nei’’, svaraSi foringinn, “en ég tala í hans umboði”.
“Ekki viS mig, fari þaS í h......... SegiS hershöfSingja
ySar, aS ég vilji heyra boð hans frá hans eigin munni. Eg
á ekkert viS undirtyllur”.
Hér endaSi samtaliS. Foringinn snöri aftur til hersins,
reiSur mjög; einni stundu síöar kom Hamilton sjálfur og heimt-
aSi skilyröislausa uppgjöf virkisins og varðliSsins,
“Berjist og takiö þaö”, hrópaöi Helm, “Viö erum her-
menn”.
Hamilton hélt ráöstefnu meS herforingjum sínum. en liö-
inu er var í h)é viö húsin í boenum. var veriS aö fylkja í hálf-
hring urn virkið. Stórskotaliö kom í ljós og fylkti beint á
móti virkishliSir.ni, um níu hundruS fet frá því. Ein einasta
skothríö mundi jafna mikinn hluta virkisins viö jöröu; þaS vissi
Helrn mjöe vel.
‘Ég mætti hafa fallbyssu líka; sé aö þaö er heldri manna
siður”, mælti Jazon frændi. “Get ekki skotið mikiö, en ég
gœti hrœtt þá. Þessi litli angi dugar mér”.
Hann setti byssuna viS vegginn og meö hjálp Beverley’s
velti hann einni fallbyssunni aS hliöinni á hinurn tveimur, er
þegar var búiö aS setja í skoröur.
Brátt kom Hamilton aftur undir friðarfánanum og hrópaði.
“MeShvaöa skilmálum gefist þér upp?”
“MeS fullkomnum bardaga-heiöri”, svaraöi Helm ákveSiö.
“AnnaShvort þaö, eöa berjast; mér er fjándans sama hvort
er”.
Hamilton snöri sér viö til hálfs, einsog hann vceri hættur
viS alla friðar umleitan. Skyndilega snöri hann sér aftur að
virkinu og kallaöi.
“Jœ-ja, takiö þá fánann njður’.