Fróði - 01.02.1912, Síða 21

Fróði - 01.02.1912, Síða 21
FRÓÐI 247 Helm varS steinhissa, er hann heyröi þessi suöggu sinna- skifti Hamiltons. Og þau eru líka eius dœmi í sögunni, Um leiö og Hamilton mœlti þannig, leit hann eölilega þangað, sem ‘‘Alice-Roussillon-fáninn” sveiflaðist fyrir vind- inum. Þaö stóö einhver á þakinu hjá fánanum og var aö draga hann niður. AðstoSarmaður hans, Farnsworth liðsfor- ingi, sá þetta Og hjarta hans tók að slá ákaft. Þetta var stúlka, í stúlku pilsi, með loðhúfu á höfðinu; andlitið var töfrandi fagurt, umgirt rnjúku, dökkgiltu hári. Farnsworth var of ungur til þess að vera gjarn á útásetninga og of gamall til þess, að láta augun draga sig á tálar. Hver hluti myndar- innar, þar sem hana bar við stálblá skýin, gróf sig í huga hans, Óafvitandi tok hann hattinn sinn ofan. Alice hafði farið inn um bakdyr. Hún komst upp á þakiö án þess að nokkur sœi og hélt til fánans, einmitt í þeirri svipan, er Holin, er var hjartanlega glaður yfir því, að komast svo léttilega úr kröggum sínum, bað Jazon frœnda, að draga fánann niður. Beverley var að hegsa um Alice, og þegar hann leit upp og sá hana, gat h^nn ekki trúað augum sínum. En ástœðan var ljós, er hún tók fánann niður, því nú mundi hann líka eftir því, hvaö hún hafði sagt í ‘‘húsinu viö ána”. Hann sá að Alice brosti gamla hrekkjalega brosinu sínu, og þá er hún hafði losað fánann frá stönginni, hóf hún hann hátt og sveiflaði honum ögrandi einu sinni, tvisvar, já, mörgum sinn- um móti breska hernum. Síðan þaut hún niður lélega þakið með fánann — hvarf. Eftir þessari sýn mundi Beverley til dauðadags. Bretar héldu, að fáninn voeri tekinn niður sem merki um úppgjöf og undirgefni. Þeir tóku því til að hrópa, öskra og syngja, Það var sigurfögnuður þeirra, Jazon frœndi skildi þegar, hvað Alice bjó í brjósti, því hann þekti vel skapsmuni hennar og gat lesið andlitið hennar mun betur en bækur. Blóöiö svall af fögnuöi í œðum hans. “Lifi George Washington, lifi Alice-Roussillon-fán-

x

Fróði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.