Fróði - 01.02.1912, Síða 22
248
FRÓÐI
inn, ” hrópaði hann og sveiflaði húfugarminum sínum kringum
hárlausa hausinn. Hann endurtók þessi orð og lét sem vitlaus
vœri.
Brátt var öllu lokið, Þeir Helm og Beverley gáfust upp
‘‘með fullri sœmd”, En það er frá Jazon frænda að segja, að
hann varð ósýnilegur, en hinir gáfust upp. Hann kvaðst ekki
una kyrrsetu, síst þagar um eitthvað væri að vera. Hann
sagðist einnig þurfa að gera upp gamla reikninga við suma
hinna rauðskinnuðu bandamanna Hamiltons. Voru reikningar
þeir frá þeim tímum, er hann og Simon Kenton höfðu verið fé-
lagar þarna í Iventucky.
Þá er Alice hafði fánann á sínu valdi, hljóp hún sem fætur
toguðu úrvirkinu; lœddist fram með skógarrœmunni, erlásuður
frá virkinu og hélt til húss síra Berets. Fáninn stóð sem sagt
aftur af henni, er vindurinn tók hann tökum. Iljartað barðist
í hljóðfalli við fótatak hennar,
Séra Beret varð forviða, er hann leit upp úr bæn sinni
og sá Alice æða inn. Koftnn skalf, er hún skelti hurðinni og
gólfið veika gekk í öldugangi.
“Ó, faðir, kæri faðir, hérna er það, felið það, felið það
fljótt!”
Hún rak fánann í fang honum,
“Þeir skulu ekki ná honum. Þeir skalu aldrei ná hon-
um!”
Hann opnaði góðlegu, gáfulegu augun sín. En hann
skyldi hana ekki til fullnustu.
Hún var aðfram komin af mæði, hálf-hlœgjandi, hálf-grát-
andi. liárið fagra ílaxandi um herðar hennar og bak. Um
andlitið leyftraði sigurbjarmi.
“Þeir eru að taka virkið,” sagði hún með andköfum.
“Þeir eru að fara inn í það, en ég náði þessu, og tók til fót-
anna. Takið það, faðir, fljótt, fljótt, áður en þeir koma.”
Dirfsku-blossinn, er glampaði út úr augunum hennar,
töfrandi spákoppaspilið, ofurhuga-framkoman — eitthvað sam-
bland af öllu þessu, hafði einkennileg áhrif á blessaðann prest-