Fróði - 01.02.1912, Qupperneq 31

Fróði - 01.02.1912, Qupperneq 31
257 FRÓÐI Trúarbrögð Kínverja eru eiginlega forfeðra dýrkun. Keisarinn er nokkurskonar hofgoði og er milligöngumaður við himnaföðurinn. Þeir hafa blót að jólum og afiur annað vorblót þegar dagur er lengstur og svipar þar til Norðmanna hinna fornu. Við blót þessi eru föður himnanna færðar kostulegar gjafir, myndir, reikelsi, silki og dýrir gripir, steikur lostætar, og ijúfteng vín. Menn ákalla sér til liðsinnis himinn og jörð, sbr Oðinn himnaguðinn og Frigg jarð argyðjuna, einnig sól og mána og stjörnur, guði vinda og skýja regns og þrumu. Þetta heíir óefað verið hin upphaflega trft þeirra, iíkt og hjá hinum lieiðnu forfeðrum vorum. En á seinni tímum koma fram önnur trúarbrögð. Það eru: Confuciusar trú. Taó trú. Budda trú. Mahómeds trú. Confúsius var uppi 551—479 f. Kr. og var spekingur mikill, var lærdómur hans siðalærdómur og lífsreglur. Ilöfðingar allir og heldri menn fylgdu kenningum hans. Enga hafa þeir presta, heldur kennara og fluttu erindi sín í musterunum. Taoism kom upp um sama leyti og Confuciusar trú. Taó- heflr verið þýtt “Vegurinn.” er það að uokkru leyti heimspekis skoðun og flutti hana Lao tzse spekingur mikill (fæddur 604) og því nokkuð eldri en Confúcius Er sagt þeir hafi fundist árið 517 fyrir Krist. Bók sú er honum er eignuðheitir Tao Teh-King, og er mest lífsreglur og siðaiögmál, margt af því fagurt, svo sem kenning lians um að menn eigi að launa ilt með góðu. Buddatrú var endurbætt Bramatr'ú Ilindúa og var fyrst boðuð’ í Kína árið 67 f, Kr. Mikill þorri alþýðunnar fylgir þeirri kenn- ingu, en fremur er litið niður á þá, er þeim siðum fylgja. Mahómeds trú var boðuð fyrst 628 e. r. og fylgjaK henni ná- lægt 20 miliónir. Kristin trú heflr oft og einatt verið boðuð f Kína, en hefir jafnan-. dáið út aftur.

x

Fróði

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.