Fróði - 01.02.1912, Qupperneq 34

Fróði - 01.02.1912, Qupperneq 34
276 FRÓÐI menn fengiö ótal dæmi um hiö takmarkalausa minni undii1 vitundarinnar. Vanalega er það, aö hin vakandi daglega vitund stjórnar djúpvitundinni, en þó er það langt frá, aö þessi yfirráð henn- ar séu fullkomin og stafar það nokkuð af því að daglega vit- undin svo oftlega veit ekkert af því hvað hin er að gera, }?ar sem djúpvitundin æfinlega veit alt hvað henni líð- ur. Þegar menn sofa og eins þegar menn eru dáleiddir þá er það náttúrlega yfirvitundin, sem seíur, því að undirvit- undin sefur aldrei. Og það er yfirvitundin, sem dáleiðarinn getur látið hætta að starfa, til þess að hann geti haft áhrif á djúpvitund mannsins og fengið hana til þess að láta mann- inn gera eitt eður annað, því að þegar daglega vitundin sefur eða liggur í dái, þá er það djúpvitundin, sem stýrif og stjórnar manninum, öllum hans hugsunum, endurminn- um og gerðum. Mer.n geta lýst þessari sjálfsvakning þannig; að hún sé það, er djúpvitundin láti viljakraft mannsins fara að starfa, án þess að maðurinn sjálfur, eða daglega vitundin, hafi nokkra meðvitund um það, og án þess að nokkur annar maður hafi þar hin minstu afskifti af. Allur þorri manna veit það, að það er ómögulegt að dáleiða nokkurn mann á móti vilja hans. Þetta er eðlileg alleiðing af því, að sjálfsvakning mannsins er einlægt að skjóta því að djúpvitundinni, að hún skuli standa á mótt vilja dáleiðarans. Vilji djúpvitundarinnar veröur þvf æfin- lega sterkari vilja dáleiðarans, hafi maðurinn ekki áður verið dáleiddur af þessum sama manni og þannig veiklað- ur viijakraftur hans. En sé viljakraftur mannsins aftur vciklaður á einn eður annan hátt, ef hann hefir legið í drykkjuskap eða framið glæp, eða er beygður af sorg, þá er það oft, að aðrir geta haft áhrif á hann og fengið hann tii að gera hvað senr þeir vilja.

x

Fróði

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.