Fróði - 01.02.1912, Síða 35

Fróði - 01.02.1912, Síða 35
FRÓÐI 2 77 Draumar fara allir frarn f diúpvitundinni. Hin daglega vitund kemnr þar ekki nœrri, hún sefur og veit ekkert hvaö gerist, Og þessvegna er þaö, aö vér munum ekki drauma vora nema endrum og sinnum þegar djúpvitundin getur látið þá festist á hina daglegu vitund. —- I draumunum leikur djúpvifundin sér meö manninn. Hún þýtur meö hann - úr einni álfu í aöra, hún getur látiö mann lifa mörg ár á fáeinum mínútum. Hún virðist jafnvel geta látiö hann vita fyrir óorðna hluti, þegar menn dreymir fyrir daglátum, sem svo oft ber vib. Ilun fer jafnvel meö hann út um alheiminn. Ég hefi sagt áöur aö hún sœji án augnna og heyrði án eyrna og svo sjáum vér, að tíminn stendur ekki fyrir henni, þar sem hún getur látiö manninn taka út margra ára gleði eöa margra ára sorg á fáeinuin klukku- tímun, eöa fáeinum mínútum, og auk þessa sjáum vér ad að rúmiö stendur ekki fyrir henni. Hún getur fariö meö okkur á einni nóttu héöan úr miðri Ameríku og heim til íslands og lœtur okkur lifa þar og sjá og vera meö kunn- ingjum og ókunnugum kanske vikum og mánuðum og árum sainan, og oss getur fnndist aö vér lifum reglulegu lííi, sof- um og vökum og etum og drekknm, og vinnum alveg eins og vanalegt er, og svo -- á svipstundu —er hún komin meö oss aftur. Þetta vœri hinni daglegu vitund ómögulegt. Eins hafa menn ótal dœini þess, aö djúpvitundin gerir þaö sem hinni daglegu vitund er ómögulegt og hefir gefist upp viö. Þaö er svo oft sem menn hafa veriö aö fást við flækjur í reikning eða stœrðafrœöi, eða vélafræöi, eöa einni eöur annari grcin, og fundist ómögulegt að greiöa úr hnútnum. Svo hafa þeir sofnað þreyttir og vonlausir um að geta leyst haun. En, þegar daglega vitundin er sofnuð og djúpvitundin er sest aö völdum, þá liggur þaö opiö fyrir henni, hún leysir þaö á svipstumdu og getur stundum fest þaö á hina daglegu vitund, aö þegar maöurinn vaknar, )»á sér hann hvernig alt á aö vera, hnúturinn er leystur. ,__Þetta er aðeins lítiö eitt af því fjölda marga sem djúp-

x

Fróði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.