Fróði - 01.02.1912, Síða 44
286
FRÓÐl
borist um líkamann með blóðrásinni, en það er sem dautt rusl
eða eitur og þarf að rekast burt úr líkamanura. — Þ a n n i g
mun fjöldanum af patent meðölum varið.
Hín norræna Sköpunarsaga,
Sköpunarsöguna höfum vér í Snorra Eddu 4—10 kapi-
tula. I Sœmundat Eddu er hún í Völuspá, Vafþrúönis-
málum, Háfamálum v. 47, og Völuspá hinni skömmu.
Sköpunarsaga þessi er nokkuð einkennileg, því aö hún
er einhver hin fullkomnasta náttúrusköpun, sem nokkur þjóð-
tlokkur á, og er ferföld, því aö,
1. er sköpun Ymis jötuns og jötna svo af honum.
2. er sköpun Búra úr steininum, sem kýrin sleikti, er svo
fœðir af sér Börr fööur Óöins og bræöur hans.
3. er sköpun jarðarinnar. Þeir Skapa hana Börrssynir, Óö-
inn, Vili og Ve.
4. er sköpun þeirra Asks og Emblu, hinna fyrstu manna.
En nú ber þess að gæta, að áöur en nokkur skapað-
ist, var til hinn mikli undraheimur, bústaður guða, álfa,
dverga og framtíðarheimur dáinna manna undir jörðunni á-
samt þokuheíminum, Niflheimi, en hinum kaida og drunga-
lega bústað allra sem vondir voru, hvort heklur það voru
menn eða jötnar.
Jafnhárr segir að löngu áður en jörðin vœrí sköpúð
væri Niflheimur tii, brunnurinn Hvergelmir með fljótum þeim
hinum miklu, er úr honum falla og renna bæði noröur og
suður af Niðafjöllum, og þar af leiðir að allur hinn neðri
heimur, sem fljót þessi renna um, hlaut að vera til líka.
Þá var og Múspell til, en hann hlaut að vera suðurhlut-
inn af neðra heimi, því að þar sat Surtur á landsenda, en
hann ríkir í suðrinu og er eldjötun eða guð ákaflega