Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 01.12.1956, Qupperneq 2

Muninn - 01.12.1956, Qupperneq 2
2 MUNINN LJOS Eldur. Orðið leiðir lmg minn yfir mörg ár og ströng og nemur staðar á heiðskíru kveldi fyrir tólf árum. Það er annríki í þorpinu. Jólin nálgast. Búðirnar við Aðal- götu ljóma eins og búðir í litlum fiskiþorp- um framast mega. Götuljósin varpa birtu á mjúkan, bláleitan feld snævarins. Dúðaðir menn og konur ösla í mjöllinni. Það marrar í snjónum undir fótum fólksins. Það er frost, og þúsundir stjörnuaugna horfa ofan af hvelfingunni og fylgjast með öllu, sem gerist í litla bænum. Þeir hafa reist jólatré á eina torginu í bænum. Perurnar eru rauð- ar og bláar og gular og sumar bara hvítar. Við götustrákarnir köstum steinum í per- urnar, þegar fáfarið gerist á götum og bær- inn sofnar. Þá blossa þær upp í skærum, dularfullum bjarma, sem deyr á örskammri stundu. Það gerir okkur dapra að sjá ljósið blossa upp og deyja síðan aftur í myrkrið. Uggur vaknar í brjóstum okkar. Svona dó Siggi, sonur rakarans, þegar hann var átta ára. Hann hvarf líka skyndilega út í myrkr- ið, sem hann átti upphaf sitt í, og skildi eftir spurningu í hugum okkar. Og svona mundum við deyja, — við og allir aðrir —, úr myrkri í myrkur, eins og ljósið frá per- stig, og er sálmurinn „Heims um ból“ er sunginn, eru allir með. Þessi frægi og fallegi jólasálmur, sem hljómar hvarvetna, á mörg- um tungum, tengir alla saman í eitt. Megi svo verða einnig um þessi jól. Við biðjum þess að öllum þeim, sem ofsækja aðra, verði sýnt, hve ill verk þeirra eru, og friður ríki hvarvetna. GLEDILEG JÓL! Bjöm Pétursson. unum. Við hættum að kasta og fórum heim. Ég bjó á þeim árum í sambyggingu, verkamannabústað. Stórt, hraunað hús með steyptum garði. Við horn garðsins stóð gamall ljósastaur, teinréttur og bar sig vel þrátt fyrir aldurinn. Efstu geislarnir frá ljósi hans beygðu sig inn í húsagarðinn. Við buðum hvor öðrurn góða nótt á hverju kveldi. Honum þótti vænt um mig, þó að ég bryti fyrir honum perur á stundum. í stormi söng hann hástöfum, gamli staur- inn. Þegar ég kom lieim þetta kvöld, voru gleðitíðindi uppi meðal krakkanna í hús- inu. Nágranni okkar einn hafði nýfengna litla grísi. Þetta var undarlegur maður, mannfælinn, en dýrelskur. Hann átti alltaf einhver dýr: hænur, endur, gæsir, refi, kan- ínur eða tamdar mýs. Feðrum okkar var meinilla við þetta ,,dýrasafn“ hans, sem þeir nefndu svo. Okkur þótti vænt um hann og dýrin. Og nú hafði hann fengna grísi. — Við hópuðumst saman í kjallara hússins, — sjö börn í dimmurn kjallara, og héldumst í hendur. í Jressum hópi var lítil stúlka, sem hét Vera. Pabbi hennar var bílstjóri, sem bjó uppi á lofti. Hún var með mikið, ljóst hár, og við vorum kærustupar. í grísa- geymslunni var ekkert ljós, og við gengum inn í lilýtt hrímandi myrkrið. Mér var feng- ið kerti, og skyldi ég lýsa hópnurn. Aldrei gleymi ég Jrví kerti. Grænt, lítið jólakerti í barnshendi. Ég hóf kertið á loft, og sjá: í stórum trékassa í horni herbergisins voru ótal hvítar verur. Bros færðist um andlit okkar, og allir þustu að kassanum.' Við komu okkar skelfdust grísirnir, þustu fram og aftur um kassann og ultu hver um annan þveran. Við skellililógum. Allir teygðu sig til J^ess að sjá sem mest af felmtri grísanna. Skyndilega kvað við angistaróp, óp sem greypti sig í sál mína. Bjartir lokkar Veru loguðu. hár hennar var sem eldhaf. Andlit hennar var afmyndað skelfingu og kvöl. Ég stóð þarna og sá, hvernig slökkt var í hári

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.