Muninn - 01.12.1956, Page 12
12
MUNINN
son, við sýslumannsstörfum. Einar fór í
skóla án vitundar föður síns, að því er sag-
an hermir. Síðar varð hann sýslumaður
Rangæinga um nokkurt skeið, og varð lion-
um þá tíðförult til útlanda, og hófst þá hinn
ævintýralegi ferill lrans, sem stundum varð
með nokkuð reyfarakenndum blæ.
F.f athuguð eru ýmis af áhugamálum
þeim, er Einar barðist fyrir, kemur í ljós, að
þau voru geysimargvísleg. Eitt einkennir þó
þessi hugsjónamál Einars, það er að auðga
þjóð sína og þá auðvitað sjálfan sig um leið.
Fáir draumar hans rættust fyrir hans at-
beina, þótt ýmsir þeirra hafi rætzt á síðari
árum.
Einar var mjög laginn að telja útlend-
inga á sitt mál, livað við kom náttúruauð-
æfum íslands og hagnýtingu þeirra. Ýmsir
landar þeirra hafa legið honum á hálsi fyrir
þetta starf sitt, og mun það einkum að
kenna kveðskap Þorsteins Erlingssonar.
Þótt Einar næði ekki að hrinda draumum
sínum í framkvæmd, hvað viðkom virkjun
fossa, stóriðju eða gullgrefti, þá hagnaðist
hann mjög vel erlendis, og enda þótt pen-
ingar séu ekki fyrir öllu, þá veittu þeir hon-
um aðstöðu til þess að grafa annað gull,
miklu verðmætara, gull hinnar íslenzku
tungu, sem hann unni svo mjög og tignaði.
Fæstir Islendingar hafa auðgað móðurmál-
ið meir eða betur en hann, á því voru lista-
verk hans gerð, og það veitti honum óþrot-
lega uppsprettu yrkisefna.
„Ég ann þínum mætti í orði þungu,
ég ann þínum leik í hálfum svörum,
grátandi mál á grátins tungu,
gleðimál í ljúfum kjörum.“
Eða þetta:
„Ég skil, að orð er á íslandi til
um allt, sem er hugsað á jörðu.“
Þessi orð lýsa betur hug Einars til móð-
urmálsins, heldur en löng ritgerð.
Einar tignaði skáldskapinn öðrum
mönnum fremur, honurn var mjög annt
um að láta ekkert lélegt frá sér fara á því
sviði eða ljótt, en það kemur fyrir marga,
sem gæddir eru þessari ódauðlegu gáfu. —
Einhvern tíma sagði Einar: „Það skal aldrei
um mig spyrjast, að ég svívirði list mína
með sorpkvæðum.“ Einar skildi einnig flest-
um mönnum betur, hve áhrifaríkt málið er,
hann skildi að:
„Ein veig, einn dropi af bikari Braga
má brimsjói reisa af hjartnanna grunn.“
Ég ætla ekki að fara að fjölyrða um lífs-
skoðanir Einars, hann fór þar sínar eigin
götur, og þær eru vandraktar.
,,En þungvirk er orðsins óbrotleg srníð,
andann hún heimtar, frá sinni tíð,
á einstig, úr almanna vegi.“
Ég hygg ,að Einari hafi ekki verið rnjög
létt um það að yrkja, en hann vildi verða
skáld, mikið skáld, og það varð hann líka,
með eljusemi og vandvirkni.
Skáldin ljá orði sínu ýmsan búning. Sum-
ir vanda lítt búninginn og hyggja ekki að
nostri eða vandvirkni. Einar meitlaði og
þaulhugsaði hverja setningu, hvert orð.
Engu rími skyldi eytt í orðagjálfur eða
rnælgi. Samt eru kvæði hans ekki þurr eða
leiðinleg, en þau verður líka að brjóta til
mergjar. Mér þykja kvæði Einars seinlesin,
og viðurkenni ég það fúslega, að ég nýt
þeirra ekki, nema ég lesi þau oftar en einu
sinni.
Einar lifir í hugum íslendinga sem ljóð-
skáld, raunar skrifaði hann líka sögur (og
mikinn fjölda tímaritsgreina) og fékkst við
þýðingar, en þær hverfa í skuggann fyrir
frumortum ljóðum hans. Einar kaus ljóðið
til þess að tjá hugsanir sínar, ljóðið, sem
fylgt hefur íslendingnum, vhar sem hann
hefur farið, allt frá landnámstíð og mun
gera það, á meðan hið „almáttka dýra Óðins
mál“ lifir á vörurn íslendinga, og þótt
„Sökkvi strendur, falli fjöll,
fögur hending lifir.“
Einar gaf út 5 ljóðabækur. Þeirra kærust
(Framhald á bls. 19.)