Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 01.12.1956, Qupperneq 15

Muninn - 01.12.1956, Qupperneq 15
MUNINN 15 HANN KOM, SÁ OG SIGRAÐI Allar ágizkanir helztu tölvísindamanna íþróttanna hrundu til grunna í einni svip- an þriðjud. 27. nóvember í Melbourne. Vilhjálmur Einarsson hafði tekið foryst- una í þrístökkinu og sett nýtt Olympíu- met, en nokkru síðar tókst heimsmethafan- um da Silva að komast fram fyrir. í tveim síðustu atrennunum gat Vil- hjálmur ekki stokkið vegna meiðsla, sem hann hlaut í 4. stökki. Vilhjálmur hreppti því silfrið, og er hann fyrsti íslendingurinn, sem hlýtur verðlaunapening á Olympíuleikunum. 'Þessi árangur Vilhjálms er 4. bezti ár- angur í heiminum fyrr og síðar og skipar honum á bekk með beztu þrístökkvurum heimsins í dag. Heimsmetið á da Silva, 16.56 metra, sett á hálandsbraut í 2000 m. hæð í Mexico ’55. 2. Japaninn Kogake, 16.48 m., sett í Tokio. B. Rússinn Sherbakov, 16.46 m., sett í Moskvu. 4. Vilhjálmur Einarsson, 16.25 metra, sett 27. nóv. í Melbourne. Vilhjálmur Einarsson er fæddur að Egils- stöðum 5. júní 1934. Foreldrar hans eru hjónin Sigríður Vilhjálmsdóttir og Einar Stefánsson frá Mýrum í Skriðdal, bygginga- fulltrúi á Austurlandi. Hann kom fyrst í M.A. vorið 1951 til að gangast undir próf upp úr 3. bekk og varð stúdent vorið 1954. Hann var formaður Í.M.A. skólaárið 1953—54 og gekk að því starfi með mikl- um dugnaði. A Landsmóti ungmennafélaganna á Eið- um vakti hann fyrst eftirtekt á sér, þegar hann setti drengjamet sitt í þrístökki 14.21 m. Á innanfélagsmóti Í.M.A. árið 1954 vann hann það afrek að stökkva 3.22 m. í langstökki án atrennu, sem var íslenzkt met. Síðan kemur hvert íslandsmetið af öðru í þrístökki: 15.19 — 15.32 — 15.83 og svo síðast hið glæsilega afrek, 16.25. Til gamans má geta þess, að héðan frá skólanum hafa margir af beztu þrístökkv- urum landsins komið t. d. Vilhjálmur, Stefán Sörensson, fyrrv. íslandsmethafi, Friðleifur Stefánsson, sem var drengjamet- hafi í þessari grein á undan Vilhjálmi og núverandi íslandsmethafi í þrístökki án atrennu og Hörður Lárusson, sem átti 4. bezta árangur á landinu sumarið 1955. Þakkar Vilhjálmur blakinu hinn góða árangur sinn og mun efláust véra líkt far- ið um hina. A.

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.