Muninn - 01.12.1956, Blaðsíða 18
18
MUNINN
SPURNING
Ég er gripinn undarlegum óróa og eirð-
arleysi. Af hverju veit ég ekki. Ég get ekki
fest hugann við neitt, rýk upp af stólnum,
geng fram og aftur, sezt í annað sinn, og
þannig koll af kolli. Mér kemur í hug að
fara út. Það er kalt úti, og það er snjór.
Snjókristallarnir glitra eins og marglitir
gimsteinar á frosinni jörðinni, og marrið
undan fótunum fylgir mér eins og skuggi í
kyrrð kvöldsins og lætur illa í eyrum.
Tunglið glottir hæðnislega á heiðum himn-
inum, eins og það vilji storka mér og segja
við mig: „Þú, vesæl mannskepna! Hvað ertu
Eftir hátíðar verður byrjað á bekkjar-
skákmótinu, og vill stjórn skákfélagsins hér
með skora á alla nemendur að sýna góða
þátttöku. Takmarkið er, að hver einasti
bekkur sendi minnsta kosti eina sveit í
keppnina. Ekki er enn þá ákveðið til fulls,
hvernig keppninni verður hagað, en það
verður auglýst síðar.
Hér koma svo tvær skákþrautir, sú fyrri
er frekar létt og í henni á hvítur leik og
mátar í 4. leik.
Hvítt: Kh2, Dd2, Ha8, Hc8, b2, e5, f4,
g4, h3.
Svart: Kh7, De4, Hb4, Hb7, d5, e6, f7,
g7, h6.
Sú seinni er nokkuð erfið og er fólgin í
því, að hvítur leikur og mátar óverjandi eft-
ir örfáa leiki.
Hvítt: Kgl, Hc5, Bh6, Be2. Rf5, Dh4, a3,
b2, f2, h2, g3.
Svart: Kh8, Db6, I4a8, Hg8, Bb8, Be4, a7,
d4, 17, f6, h7.
Lausnir birtast í næstá blaði.
að hugsa? Gáttu, gáttu áfram eins og ég, sem
líð um himinhvolfin án marks og miðs, án
þess að láta mér koma til hugar að víkja út
af braut minni. Hér er ég, og hér verð ég,
því að ég er eilífðin. Gáttu áfram stefnu-
laust og án tilgangs, meðan þér endist sá
lífskraftur, sem þér var ætlaður, unz þú
hnígur niður og finnur hinar hvítu hærur
jarðarinnar sveipast um þig og sérð glamp-
ann lrá mér fölna og sortna, og andvarp þitt
líður út í ómælisgeiminn. Síðan ekkert
meir. En ég held áfram á lningsóli mínu
inn í eilífðina."
Ég geng niður í bæinn. Ljósin á hafnar-
bakkanum speglast í sjónum, lengjast og
skreppa saman á gárum hans. Ég fer inn í
krána, og tóbakssvælan berst að vitum mér,
um leið og ég opna hurðina og líður út í
tært loftið eins og hvítleitt ský, sem er að
leysast upp. Ég setzt við borðið í horninu,
kveiki mér í pípu og sötra sætt kaffið. Það
fer um mig þægileg tilfinning, líkt og er
maður rennir niður deyfilyfi og finnur það
hríslast út um líkamann og svæfa hina
ókyrru starfsemi frumanna. Þannig sit ég,
ég veit ekki hve lengi, því að ég tek ekki
eftir neinu, sem fram fer í kringum mig,
fyrr en ég hrekk við og sé, að kráin er mann-
laus og veitingaþjónninn er að þurrka af
borðunum. Ég þýt upp, skelli hurðinni á
eftir mér og finn hrímkalt loftið strjúkast
um vangann og stinga mig eins og broddar
á rósagrein. Ég verð aftur órór og segi við
sjálfan mig í ásökunartón: Af hverju varst
þú ekki heima í kvöld og last um gang him-
intunglanna og upprana alheimsins í „Efn-
isheiminum" í stað þess að sitja í hugsunar-
leysi inni á kaffihúsi og horfa inn í sjálfan
þig? Ég tek á sprett upp brekkuna eins og á
flótta undan einhverri ósýnilegri vofu.
Frostnálarnar stinga mig enn sárar, en áður