Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1962, Blaðsíða 4

Muninn - 01.05.1962, Blaðsíða 4
dreifingar menningarmiðstöðvanna um landið. íbúar sjálfrar Stór-Reykjavíknr eru því miður mjög margir orðnir of and- lega farlama til að koma auga á þennan möguleika. Er því ekki að efa, að frumkvæð- ið á Jdcssu sviði verður að koma frá einhverj- mn öðrum en þeim, og virðist þá engan veg- inn fráleitt að vænta nokkurs framlags af hálfu Menntaskólans á Akureyri. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að Jajóðfélagið í heild stendur og fellur með þeim, sem framleiðslustörfin vinna. Ef sjáv- arútvegur, landbúnaður og iðnaður ekki ná að þróast á eðlilegan hátt, má fljótlega bú- ast við hinu versta. Eins og stendur virðist hlutur landbúnaðarins í Jrjóðarbúskapnmn minnka í sífellu. Þetta er alleiðing Jiess, að bændur fá tiltölulega mjög lágt verð fyrir af- urðir sínar og flosna Joví upp. Ef til vill verð- ur fljótlega breyting á í Jressunt efnum, ann- ars kynni brátt að verða tilfinnanlegur skortur á landbúnaðarafurðum. Framtíð ís- lenzks iandljúnaðar er Jrví sennilega ekki svo skuggaleg, sem lialda mætti nú við skjóta ylirsýn. Iðnaðurinn á tvímælalaust mjög glæsilega framtíð fyrir sér, og má þar fyrst og fremst nefna stóriðnað, sem búast má við að verði á næstu áratugum kornið upp í sambandi við virkjun Jökulsár á Fjöllum, Þjórsár og fleiri faflvatna. Er á allan liátt eðlilegt, að Jökulsá verði tekin fyrst, sbr. nýlega framkomnar tillögur Þingeyinga og Austfirðinga um virkjun hennar. Eftir Jrví sem fólkinu fjölgar í landinu, ætti ríkið að komast betur af og vera færara um aðhalda uppi fjölbreyttu menningar- og athafnalífi. Þannig skapast, eins og fyrr var greint, möguleikar til dreifingar á miðstöðv- um hins andlega lífs meðal þjóðarinnar, og Jressa möguleika má ekki fyrir nokkurn mun láta ónotaða. Þeirra ættjarðarvina, sem vilja láta til sín taka á þessu sviði, bíður mikið starf ogörðugt, en Reykjavíkurvaldinu verð- ur samt sem áður hnekkt, því að enn eiga Is- lendingar þrótt til átaka. Norðlenzki skól- inn leggur metnað sinn í að þjóna menning- arlilutverki sínu sem bezt, og Jrví er á allan hátt eðlilegt að vona, að nemendur hans komi mjög við sögu á næstu áratugum við þá uppbyggingu landsbyggðarinnar, sem greinilega fer í hönd. Björn Teitsson. SMÁSAGNASAMKEPPNIN Alls bárust fjórar sögur, og náðist ekki samkomulag í dómnelndinni, sem var skip- uð íslenzkukennurum skólans, um Jrað, hver þeirra væri l)ezt. Mæltu Árni og Gísli með sögunni „Bréf til Lilju,“ sem reyndist vera eftir Kristin Jóhannesson, en Brynjólfur nrælti með sögunni „Að gefnu tilefni ', sem er eftir Georg Tryggvason. Varð úr, að verð- laununum, kr. 300.00, var skipt á milli Jress- ara tveggja höfunda, og fékk Kristinn kr. 200.00, en Georg kr. 100.00, í hlutfalli við atkvæðin í dómnefndinni. Þakkar blaðið dómnefnd og þátttakendum störf þeirra. Báðar verðlaunasögurnar eru að sjálfsögðu birtar í Jressu tölublaði. HANDRITASPJALL Auglýsing ritnefndar eftir gömlum glós- um í síðasta tölublaði, liefur borið nokk- urn árangur. Frétzt hefur t. d. af þýzkuglós- um frá 1933—4 eftir Sigurð Bjarnason frá Vigur, eign Björns Björnssonar í 6. S., en elztar dæmast þó glósur úr geómetríu 3. bekkjar, gerðar veturinn 1931 af Skúla Magnússyni, en Páll Skúlason, III. D., hefur ,,erft“ þær eftir föður sinn. Óskar blaðið Jreim til hamingju með gripinn og vonar, að þær megi endast eina kynslóð enn. 7() MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.