Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1962, Síða 6

Muninn - 01.05.1962, Síða 6
AÐ GEFNU TILEFNI Út við yzta haf rikir skammdegisnóttin, helköld og nöpur. Hátt í lofti treður glott- andi máni marvaðann í kófguskýjum og gerir skírnu næturinnar draugalegri en myrkrið sjálft. Allt er kyrrlátt nema norðanstormurinn, sem þyrlar á undan sér snjókófinu um freðna jörð og livæsir uggvænlega í hverju húsasundi. Hann hvín í reiða skipanna, sem vagga á undiröldunni og toga í festar, lriðlaus og óhemjuleg. Seinni liluta dagsins hefur hafáttin hrannað upp sjóum úti fyr- ir, og þegar illviðrisskýin rekur frá tungl- Mér gramdist við þig. Þú skildir ekki líf- ið. Þú varst of önnum kafin til þess að hugsa. Þú varst að flýta þér að læra, verða stúdent sem allra allra fyrst, og máttir ekki vera að því að hugsa. Ég vorkenndi þér mikið vegna þessa tilgangslausa lífs. Ég ákvað þá, að fyrr skyldi ég hverfa, þurrkast út, en lifa svona tilgangslausu fífi. Það er betra en að sundr- ast eins og aldan, sem fæðist til þess eins að sundrast, vera aðeins innantómt löður, froða. En nú er ég kominn langt frá efninu. Ég fór bara að liugsa um, hve þetta væri allt skrítið. Og svo fór ég að horfa á glugg- ann minn. Það vaxa frostrósir á honum. Hvítar rósir. Þær taka sífelldum breyting- um. Ég næstum sé þær iða. Þér þótti svo vænt unt hvít blóm, Lilja. Þessar rósir minna mig á þig. Hvít saklaus blóm. Ég skrifa þetta til þess að kveðja. Þegar þú færð þetta bréf, verð ég farinn. Ég er að leggja upp í langt ferðalag. Langt og erf- itt. Ég verð að fara einn, aleinn. En það vaxa rósir á leiðinni, Lilja. Litlar, hvítar rósir, sem minna á þig. . . . Kristinn Jóhannesson. inu, sér í hvítfextar öldur, sem leggur inn fyrir tangann. A leiðinni inn höfnina fer ris þeirra lækkandi, unz þær enda för við svartan sandinn með þungu soghljóði. Það er komið fram yfir lágnætti og ljós slokknuð í flestum gluggum borgarinnar. Síðasti bíllinn er horfinn af „rúntinum“, og jafnvel þjónar réttvísinnar eru komnir í húsaskjól eins og annað fólk, enda ekkert sérstakt unt að vera. Að vísu var dansleikur í „Skálanum“ með nokkru ölteiti og tilheyrandi ærslum, en sökum kuldans og hríðarinnar varð minna um eftirköst en mátt hefði ætla. Það var engu líkara en fólkið gufaði upp, svo lnaðan hafði það á að komast heim í ylinn. Og eftir örskamma stund er gatan mann- laus, að því er virðist. En svo er þó ekki. Þarna á dansleiknum var ungur maður ut- an af landi. Eerð hans var heitið til ver- stöðvanna fyrir sunnan — í fyrsta sinni. Hann kom í bæinn að áliðnum degi o>> hugðist kveðja heimalningsháttinn með því að fá sér duglega í staupinu, enda mátti það teljast skylda við tíðarandann. Hann lét farangur sinn og skjólföt eftir á afgreiðslunni og gætti þess ekki að tryggja sér næturstað. Að dansleiknunt loknum var hann orð- inn nijög ölvaður, enda óvanur drykkju. Og þannig á sig kominn heldur hann út á mannlausa götuna, reikull í spori, stefnu- laus og einmana. Hér þekkti hann engan, en Bakkus kon- ungur bauð honum ljúfa fylgd. Karl sá er flestum ötulli og telur ekki eftir sér ómökin. Ungi maðurinn treystir forsjá hans og lætur sér annað í léttu rúmi liggja, enda sér þess fljótt merkin. 78 MUNINN

x

Muninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.