Muninn - 01.05.1962, Blaðsíða 3
B L A Ð
M
A K U R E Y R I
m u n i n n
ENNTASKÓLANS A
„ÞÁ FÆR ÍSLANDS UNGA SAGA..."
Á undanförnum áratugum lrefur þróun
innanlandsmála hérlendis leitt til þess, að
vald höfuðborgarinnar, Reykjavíkur, í mál-
efnum þjóðarinnar hefur sífellt aukizt á
kostnað annarra landshluta. Þetta hlýtur að
kallast eðlilegt, þegar tekið er tillit til þess,
að á þessum sama tírna hefur öll hin öra
fólksfjölgun í landinu komið á Reykjavík
og nági'enni. Nú er svo komið, að í Reykja-
\ ík, Hafnarfirði og Kópavogi hýr helming-
ur þjóðarinnar, og ef rás þróunarinnar
breytist ekki í bili, mun eftir nokkra ára-
tugi verða svo kornið, að 80—90% þjóðar-
innar búi á þessu tiltölulega mjög litla
svæði.
Nú spyrja lesendurnir eflaust: Hvað kem-
ur okkur, nemendum í Menntaskólanum á
Akureyri, þetta við? Því er fljótsvarað. Vald
Reykjavíkur í þjóðmálunum er þegar orð-
ið mjög úr hófi mikið, og það er á engan
hátt raunhæft að láta það aukast enn. Okk-
ar bíður það hlutverk, þegar við förum að
hafa áhrif á landsmálin, að spyrna við fót-
um og stöðva þessa óheillavænlegu þróun.
En til þess að lækna meinið þarf að finna
undirrót þess og upphaf, fyrr er gagnslaust
að hefja lækninguna. Hvers vegna er
Reykjavík orðin svona mannmörg og vold-
ug?
Við íslendingar erum ekki margir að tölu
til. Samt sem áður erum við at öllurn lífs og
sálar kröftum að burðast við að halda uppi
eigin menningu og siðum, svo og sjáifstæði.
Um þetta er að sjálfsogðu gott eitt að segja,
en þó fylgir hér nokkur böggulf skammrifi.
Til þess að halda uppi algerfega sjálfstæðri
menningu þarf að liafa margvísiegar mið-
stöðvar á hinum ýmsu sviðum menningar
og tækni. Þessar miðstöðvar, en til þeirra
teljast æðri skólar, söfn, vísinda- og rann-
sóknastofnanir og ýmislegt fleii'a, rnynda í
sameiningu í vissu tilliti sjálfan miðdepil
þjóðlífsíns, og um þennan miðdepil snýst
miklu fleira en í fljótu bragði verður upp
talið. Ef eðlilegt jafnvægi í menningarþjóð-
félaginu ekki á að raskast, verður að dreifa
þessum menningarmiðstöðvum unr landið,
og í öðrum og fjölmennari löndum hefur
það víðá tekizt með hinum mestu ágæturn.
En þegar þjóðin er svo fámenn sem á sér stað
lijá okkur, skapast ekki nægilegt svigrúm til
slíkrar dreifingar, einfaldlega vegna mann-
fæðar, og allar menningar- og stjórnarmið-
stöðvar ríkisins flytjast á einn og sama stað,
og er þá ekki við öðru að búast en fólkið
þyrpist þangað, enda sjálfgefið, að þar
muni á flestan hátt einna minnst fyrir líf-
inu að hafa.
Þegar ástand það, sem nú hefur verið lýst,
tók að skapast hér, var íslenzka þjóðin all-
miklu fámennari en hún er nú. Aðstæðurn-
ar hafa hins vegar breytzt með mikilli rnann-
fjölgun, og virðist ekki ósennilegt, að nú sé
að skapast á grundvelii hennar aðstaða til
muninn 75