Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1962, Blaðsíða 10

Muninn - 01.05.1962, Blaðsíða 10
— Ber mikið á kynþáttavandamálinu þar? — Já, þótt kynþáttaaðskilnaður sé bann- aður, eru samt víða lög, sem má beita til að koma í veg fyrir jafnrétti livítra og sxartra. Sums staðar eru t. d. „hvít“ hverfi og borgir, þar sem negrar fá ekki keypt hús- næði, og yfirleitt er litið niður á þá. í Norðurríkjunum er hugsunarháttur al- mennings ekki mjög frábrugðinn, en segja má, að hin beztu öfl vinni að bættu ástandi í þessum efnum. Ég kom í skóla í Harlem, sem er styrktur af ríkinu. Þar eru negra- guttar frá slæmum fjölskyldum, og munað- arlausir, sem er verið að reyna að koma á hærra þroskastig. Meðal þeirra, sem boðið var á vegum blaðsins, voru stúdentar frá Afríku. Það voru góðir stúdentar, og virð- ist mér enginn fótur fyrir því, sem sumir hér í skólanum hafa lialdið frarn um „nigg- ara“. — Hvað vita nú Bandaríkjamenn um ís- land? — Það er næsta lítið. Ég var stundum fenginn til að tala um ísland í skólum, og mér til gamans lét ég menn stundum gizka á íbúatöluna. Það kom á daginn, að þeir liugsa slíkar tölur ekki lægra en í milljón- um. Þó man ég eftir einum, sem komst furðu nálægt, og öðrum, sem gizkaði á tölu lægri en þá réttu! Ég hafði með mér skuggamyndir, en lét mér oftast nægja munnlega fræðslu, meðan þekkingin var ekki meiri en þetta. — Hvað segirðu okkur svo um skólana? — Þeim hafa nú verið gerð skil áður hér í blaðinu, svo að ég stikla á stóru. Ég sat tíma í þrem skólum í New York og New Jersey. Skólakerfið er mjög ólíkt okkar og miðast frekar við meðalmennið, finnst mér. Valfrelsi er eiginlega fullmikið milli náms- greina, og væri betra að skylda menn til að læra svo og svo mörg fög til að tryggja lág- marksþekkingu á breiðum grundvelli. Kennsla í sögu fer mjög fram sem umræð- ur, og málakennsla er einnig laus í reipun- um. Ég er hræddur um, að þeir yrðu fljót- lega þreyttir á þeim endalausu uppskriftum úr gömlum glósum, sem sums staðar þekkj- ast! Kennsla hér á landi lield ég sé langt frá því nógu lifandi. Þar er mikið lagt upp úr Lestri utan við námsbækurnar og heinta- verkefnum. I einum skólanum fékk hver með sér eina bók lieim í jólafríið, og átti að lesa liana vel og gera ritgerð um. Svo voru ritgerðirnar látnar liggja frammi í bókasafni skólans, þar sem nemendu gátu kynnt sér þær, og loks var tekið próf úr öllu saman. — Er ekki félagslífið líka frábrugðið? — Þar er að minnsta kosti fátt unt „virðu- leg“ málfundafélög á borð við Hugin, held- ur eru söguklúbbar, stærðfræðiklúbbar o. s. frv., og engin „virðuleg" blöð eins og Mun- inn eða Gambri, aðeins sneplar með frétt- um úr skólalífinu. í einum stórum skóla var nemendadómstóll, sem skar úr minniháttar erjum milli kennara og nemenda. — En sportið, sem þú hefur alltaf — lnn — haft áhuga á? — Sport og sportæsingar ber svo ískyggi- lega hátt yfir allt annað hjá nemendum vestra, og er þannig háttað, að ég hef ntjög styrkzt í skoðunum mínum um slíkt, þeirn, sem ég lief áður haldið hér fram í ræðu og riti. — Að öllu atiuiguðu, hvað finnst þér um félagslífið í M. A. núna? — Það ætti að beinast meira að menning- arlegum og andlegum verðmætum en lík- amlegum, og ber nauðsyn til að auka starf- múda að leika golf. Síðast var ég hjá öðrum semi t. d. bókmennta- og tónlistarkynninga- nefndar. Það gefst ekkert garantí fyrir því, að menn séu menntaðir, þótt jreir hafi öðl- azt rétt til að setja upp hvíta húfu. — Hefur JnL kannski í liyggju að beita Jjér fyrir breytingum á félagsmálasviðinu á vetri komanda? — Hm. Þú getur skrifað, að ég sé að hugsa! L. Kr. 82 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.