Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1962, Blaðsíða 5

Muninn - 01.05.1962, Blaðsíða 5
BRÉF TIL LILJU Nú, þegar ég sit á rúmbálkinum mínum í litla kvistherberginu og liorfi á frostrós- irnar á gluggannm, l innst mér þetta allt svo ofureðlilegt, já, nærri því sjálfsagt. En það veit Guð, að ég átti erlitt með að sætta mig við það í fyrstu. Eg veit ekki hvernig ég á að lýsa því. Það varð eitthvað svo tómt innra og þó svo þungt, þjakandi. Ég réði mér ekki. Fæturnir og hendurnar lutu ekki valdi hug- ans. Ég man ekki lengur, hvernig það byrj- aði, en einhvers staðar fékk ég vín og drakk, drakk til þess að losna við tómið og þyngsl- in. Og það tókst, til hálfs. En þá kom treg- inn. Þessi sári, djúpi tregi. Ég þoldi ekki lengur við inni. Ég varð að fara út. Allt í einu var ég kominn niður á bryggju og borfði á grænar öldurnar sundrast við stólp- ana. Þá greindist eitthvað í sundur, eitthvað livítt skein gegnum myrkrið og tregann. Ég fann lastan punkt, fann muninn á föstum ltryggjustólpanum og tregagxænni öldunni, sem fæddist til þess eins að deyja. Ég gekk aftur heim og fór að hugsa uin ölduna og stólpann, og þá fann ég, að þú áttir ekki sök á þessn, lieldur ég. Það var allt mér að kenna. Lilja, manstu eftir litla rauða húsinu við sjóinn. Lítið, rautt hús með grænu þaki. Dálítið, dálítið skringilegt, já, skringilegt. Þannig var það; skringilegt eins og allt okk- ar samband. Ó, Lilja. Það hefði ekki þurft að fara svona — og þó, kannske var Jrað bezt þannig. En Lilja, manstu ekki, ltvað gerðist í þessu litla skringilega húsi hjá gömlu hjón- unum? Þau reistu sér þetta hús, Jregar þau voru ung og ástfangin. Þau lifðu þarna ham- ingjusöm frá fyrstu tíð. Við reistum okkur líka svona hús, Lilja. Lítið og skringilegt. En þar ríkti aldrei sarni andinn. Það hús var byggt á sandi, og nú er Jrað hrunið. Það var allt mér að kenna. Lilja, manstu, að það var liaust, þegar við hittumst fyrst. Kalt haust. Gul laufblöðin feyktust stefnulaust fram og aftur fyrir nöpr- um haustvindinum. Stefnulausar sálir í hringsveipum lífsins. Það voraði eiginlega aldrei hjá okkur. Blómin, sem skutu upp kollunum, frusu altur í hretinu. Það var kannske bezt þannig. Þau befðu aldrei dafn- að reglulega vel, blómin okkar. Það var í litla húsinu, sem við sáumst fyrst. í litla húsinu hjá gömlu lijónunum. Þú varst nýkomin hingað, utan úr sveit frá foreldrum þínum. Þú Jrekktir engan hér nema Jressi gömlu hjón. Allt var framandi fyrir Jrér. Ég var líka svo til nýkonrinn hing- að, utan úr sveit eins og þú, en var þó farinn að kynnast staðnnm lítils háttar. Ég sýndi þér bæinn, og þannig — þannig liófst Jrað, sambandið okkar. Það var gaman að lifa þann tíma, Lilja, Jró Jrað væri haust. Ég vildi að ég gæti lifað Jrað aftur. Þá skyldi ég. . . nei, Jrað verður víst aldrei. Þú varst að koma til þess að fara í skóla. Þú ætlaðir að læra mikið, helzt að verða stúdent, lærð kona. Ég lneifst með af áhuga þínum og fór að læra líka. Ég útvegaði mér alls kyns bækur og las og las, bókstaflega lá í bókunum, nrargs konar fræðiritum og skólabókunr. En svo lrætti ég. — Þú ert að verða svo undarlegur, sagðir þú. Og Jrað var satt. Ég var farinn að hugsa miklu nreira en áður. Kryfja nrálin til nrergj- ar. Ég drakk í nrig heinrspeki erlendra stór- menna. Mér fannst ég konrast að því, að lífs- ins skóli skipti nrestu nráli, nriklu nreira máli en allir arasnfræðaskólar, menntaskólar og háskólar. Ég reyndi líka að segja þér það, en þú lrlustaðir ekki á nrig. — Hvaða vitleysa er þetta í þér? sagðir þú og hlóst. MUNINN 77

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.