Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1962, Blaðsíða 17

Muninn - 01.05.1962, Blaðsíða 17
LAUSAVISNAÞATTUR Enn liefur lausavísnaþátt. Á dögunum bauð Muninn nokkrum helztu hagyrðing- um skólans til kaffidrykkju og yrkinga. Er kaffidrykkja var hafin, steig ritstjóri úr sæti sínu og dró upp úr vasa sínum bréf- korn nokkurt, sem reyndist vera frá Óttari Einarssyni, og las. Þar voru vísur þessar: Vor í lofti, vindblær hlýr um vanga strýkur. Burtu kuldi vetrar víkur verð ég aftur sæll og ríkur. Þá er líkt og léttist spor, er lifnar jörðin. Ljúffengt ilma lanrbaspörðin, langar mig heim í Þistilfjörðinn. Að loknum lestri bréfsins skýrði ritstjóri 1 ítillega frá frækilegu kapphlaupi, sem fram liafði farið á milli Egils Egilssonar og Magn- úsar Thorlaciusar, er þeir voru á leið til kaffidrykkjunnar. Kom þá andinn yfir Kristin Jóhannesson, sem kvað: Frárra birtist fóta milli fögur Súlan. Runnu skeiðið rekkar móðir rétt að segja af sporti óðir. Mátti vart á milli sjá hvor meira gæti. Kirkjutröppur tóku í stökkum týndu buxum sem og jökkum. Elalldór Gunnarsson kveður: Kveð ég fátt um llensu mátt fer ég brátt í rúmið. Kristinn botnar snarlega: Lífið flátt mig leikur grátt, líður nátt við bragarþátt. Magnúsi er þungt í skapi: Þung mér reynast bragarbönd, bregðast allar leiðir. Friðgeir býður aðstoð sína: Ég skal rétta hjálparhönd fyrst höfðingi þess beiðir. Björn kastar fram fyrri parti: Enn skal hefja óðarsmíð, yrkjum glaðir, bræður. Heldur hefur nú létt yfir Magnúsi: Skemmtum oss við skrum og níð, skörum eld í glæður. En Einar gerist andríkur úr liófi frarn og kemur með tvo botna: Ef hann gerir góða tíð, gerast leiðar skræður. Og: Ástarþráin ár og síð öllu hjá þér ræður. Birni þykir nú Einar taka nokkuð ntikið upp í sig og kveður: Kempan Einar yrkir ljóð allajafna um miðjan daginn. En unt nætur eltir fljóð, enda talinn við það laginn. Og Björn heldur áfram: Allir þrá að eignast fljóð, en Einar flestum meira. muninn 89

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.