Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1962, Blaðsíða 14

Muninn - 01.05.1962, Blaðsíða 14
HEYRT 0G SÉÐ Þátturinn er liafinn og tekur að þessu sinni yfir febrúar, marz og hluta af apríl. Á bindindisdaginn tróð á Sal Sigurður H. Guðjónsson, prestur á Hálsi í Fnjóskadal, og flutti mönnum tímabæran bindindisboð- skap og stóð enda við í einn tíma. Daginn eftir, 2. febrúar, var aftur Salur, eftir að sungið hafði verið mánaðarfrí, sem samþvkkt var að liafa mánudaginn 5. febrú- ar. Þá hélt innreið sína Heiðar nokkur Ást- vaidsson, saltator, og flutti mönnum erindi sitt. Kvaðst liann í þann veginn að hefja kennslu í hinum ýmsu kúnstum fóta, mjaðma o. fl„ er sanranlagt nefnast dans. Þá gaf hann ádrátt um að kenna twist á nám- skeiðinu, og varð það til þess, að rnjög varð fjölmennt. Undir tali Heiðars blöstu við lýðnum á töflunni á miðsal hin gömlu og vinsælu orð: Nemo saltat sobrius etc. Á eftir opnuðu menn sálarþverrifur sínar og tíndu upp úr sér söngvers spaklig, bruna- vfsur og afmorsljóð. Er sami dagur var kominn að kveldi, hélt fylking skuggalegra manna inn í setustof- una og stofnsetti formlega Jazzklúbb M. A. meður tilheyrandi harktónlist. í stjórn voru kosnir Gunnar Eydal, Friðrik Þórleifsson og svo hann Lobbi (Olafsson). í. M. A. hélt dansleik 10. febr. Voru skemmtiatriði þrjú og mjög í anda sports- ins og Arnaldar formanns, en Arnaldur er sent kunnugt er skyrvinur hinn mesti (án púðursykurs): Dans, skyrát og jarðepladans. Málfundur var í setustofunni hinn 14. um rekstur stofunnar. Var mönnum þar mjög tregt tungu að hræra og vildu eigi segja álit sitt á málunum, enda frarn- kvæmdastjóri stofunnar, Einar liff, fundar- stjóri. Salur var l(i. febr. og las skólameistari þar upp ýms bréf og erindi varðandi námsstyrki o. fl. Stingið út. Handboltamóti skólans lauk laugardag- inn 17. febrúar, öllum rétttrúuðum til ó- metanlegrar ánægju, þar eð frí var gefið í síðasta tíma. Formaðurinn aflienti bikar- inn með eigin hendi. Huginn dró höfuðið undan vængnum eft- ir rúmlega tveggja mánaða svefn, 20. febr. Einar fiff fnndstýrði (nýyrði). Sex voru um- ræðuefnin og nítján fyrirfram ákveðnir ræðumenn, þrír um hvert efni, nema fjórir unt eitt. Rifizt var heiftarlega, einkum unt málningu og háralit kvenna. Á eftir voru leyfðar frjálsar umræður, unz fundurinn lognaðist útaf í samldjóða geispi. Þ. 23. hvarf fjölmennur hópur leikfólks frá námi og hélt til Sigluljarðar og sýndi Lífsgleði njóttu þar þrisvar, við orðstír. Áð- ur hafði leikurinn verið sýndur tíu sinnum á Akureyri. Afturkoma hópsins átti sér stað þann 26. Rann nú þessi mánuður út í ró og næði og annar upp. Hinn 1. marz var nenrendum og kennur- um Húsmæðraskólans á Laugalandi boðið til kvöldverðar í borðsal Heimavistarinnar. Tveir jóJasveinar i eldhúsinu. 86 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.