Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1962, Blaðsíða 23

Muninn - 01.05.1962, Blaðsíða 23
Bekkjaskákmótið hófst hinn 8. febr. Sjö sveitir tóku þátt í mótinu, og urðu úrslit sem hér segir: 1.-2. B-sveit III. bekkjar 171/> v. 1.-2. Sveit IV. bekkjar 17i4 v. 3. Sveit V. bekkjar 17 v. 4. A-sveit III. bekkjar lói^ v. 5. A-sveit Lpr. 9\/ v. 6. B-sveit Lpr. A\/ v. 7. Sveit II. bekkjar 2j4 v. Björn Pálsson var fyrirliði B-sveitar III. bekkjar, en Jón Þór fyrirliði sveitar IV. bekkjar. Hér kemur svo úrslitaskákin úr einstakl- ingsmótinu: Hvítt: Magnús Ingólfsson. Svart: Gísli Jóhannsson. Kóngsindversk vörn. 1. d4, Rffi. 2. c4, g6. 3. Rc3, Bg7. 4. e4, d6. 5. g3, o—o. 6. Bg2, Rd7. 7. Rge2, e5. 8. 0—0, exd4. 9. Rxd4, Rc5. 10. f3, Rh5? 11. Be3, c6. 12. Dd2, He8. 13. Hadl, Re6. 14. Rde2! Bf8. 15. g4, Rg7. 16. Rg3, Dh4? 17. g5!, Be7. 18. f4, f5. 19. gxf6 e. p, Dxf6. 20. f5!, gxf5. 21. exf5, Rg5. 22. Bd4, Dhö. 23. f6, Bg4. 24. Rce2, BxR. 25. Rxe2, HI8. 26. fxg7, Hxfl. 27. Kfxl, Dxh2. 28. D14, Dh5. 29. Hd3, He8. 30. Rg3, Dg6. 31. Be4, Rxe4. 32. Dxe4, DI7f. 33. Df3, Dxc4. 34. Rf5, Bg5? 35. Rxd6 og svartur gafst upp. 10. leikur svarts er ónákvæmur og á sök á hinum miklu erfiðleikum, sem svartur lendir í; rétt var hins vegar Rfd7 og síðan f5. Með 14. leik sínum vill hvítur svo rétti- lega forðast uppskipti. 16. leikur svarts er einnig slæmur, drottningin lendir í erfið- leikum, og þegar livítur síðan brýtur upp svörtu kóngsstöðuna, er brátt öllu lokið. J. Þ. SMÆLKI Enska i IV. B. F. Þ.: „Eg er ólesinn.“ Friðrika: „Er það satt? Ég held, að þú ættir frekar að melda þig, þegar þú ert les- inn.“ Danska í IV. S. ,,....og han havde gymnastiksko pá.“ Erla þýðir: „. . . .og hann var í mennta- skólaskóm." Enska i IV. S. „Even Sir Charles, who had been sta- ring at the food on his plate. . . .“ Þráinn þýðir: „Jafnvel herra Charles, senr hafði verið að horfa á fæturna á sér. . . .“ Þýzka i VI. A. „Er ist zum Sterben verliebt." Björn T. þýðir: „Hann er dauðvona." Danska i IV. B. „Han, som sá længe havde gáet og tulret hos sin store, tykke, tavse og halvdöve bedstemor. . . .“ Arnmundur þýðir: „Hann, sem hafði svo lengi gengið um og dundað hjá hinni stóru, feitu, þöglu og hálfdauðu ömmu sinni. . . . “ Þýzka i IV. S. „Er kleidet sicli still und schnell an.“ Þráinn þýðir: „Hann klæðir sig hægt og fljótt.“ Latina i V. B. Jón Árni: „Og hvað heitir nú lífsins vatn á latínu?“ Magnús A.: „Aqua velva.“ Stœrðfrœði i IV. B. Nemandi kemur fram með áður óþekkta st ærðlræðiregl u. J. H. J.: „Ef tveir kílómetrar eru yfir að bænum þarna, hvað heitir þá bóndinn þar?“ MUNINN 95

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.