Muninn

Árgangur

Muninn - 01.05.1962, Blaðsíða 7

Muninn - 01.05.1962, Blaðsíða 7
Með stuttu millibili missir hann fóta og fellur í götuna, en hann stendur jafnharð- an upp aftur. Það blæðir úr höndum hans ogandliti. En slíkt er ekki nmtalsvert. Hon- nm líður ljómandi vel, og hann hefur eng- ar áhyggjur, livorki af einu né neinu. Að vísu er einhver skollans suða fyrir eyrunum og ekki laust við að þungi sé að leggjast á höfuðið. hað er víst vegna þessa kynlega þunga, sem hann er alltaf að sting- ast á hausinn. Við hverja byltu hlær hann með sjálfum sér, — þetta er svo skemmtilega skoplegt ástand, svo framandi. En samt sem áður er brosið, sem leikur um varir hans, bjána- legra og svipurinn fjarrænni í hvert skipti, er liann stendur upp á ný. Mundi liann ekki stöðugri á fótunum, ef liann sypi vel á flöskunni? Hún er ennþá tiltæk í vasanum, og henni mátti treysta, svo lengi sem nokkur dropi \æri eftir. Bakkus léti sig ekki muna um að höggva á þær viðjar, sem tengja mann við tilgangsleysi þess hversdagslega. Með hans hjálp lifði maður óháður umhverfi og skyldum — já, svo sannarlega. Hann hefur lífið í hærra veldi, og undir áhrifum hans óskar maður blátt áfram eftir því að mæta erfiðleikum, til þess eins að yfirstíga þá og sýna mátt sinn. Með hann að förunaut er lífið enginn táradalur. Þannig hugsar pilt- urinn ókunni og heldur áfram sinni rykkj- óttu helgöngu eftir mannlausum götunum. Veðrið hefur færzt í aukana með vaxandi snjókomu. Tunglið er næstum horfið bak við kólgubakkann, sem teygir sig æ lengra upp á himininn. Flöktandi götuljósin drukkna í hríðar- kófinu, og það er engu líkara en þau séu lífverur, sem berjist fyrir tilveru sinni þessa grimmu vetrarnótt. Ungi maðurinn hefur numið staðar við aðalgötu bæjarins og styður baki að einu húsinu til að verjast falli. Á einhvern hátt finnst honum sem dregið liafi ský fyrir gleðisólina. Honum blæða nasir, og hann sér drop- ana sem snöggvast mynda rauða depla í snjónum, áður en þeir hverfa nndir ný- snævið. Með varúð beygir hann sig áfram, stend- ur gleitt og spyrnir við fótum. Hann teknr snjó í lólann og ber upp að nefinu. En snjórinn verður brátt að rauðu krapi, sem litar hendur lians og klæðnað. Ef til vill vottar fyrir áhyggjum, jafnvel ótta, í barnslegu andlitinu, en rúnir þess ern torræðar á þessu augnabliki. Gat það verið, að nndirvitundin skynjaði blekkinguna miklu, þrátt fyrir allt? Ein- kennilegur hrollur sækir að honum, þarna sem liann stendur upp við liúsið, áveðurs og vanbúinn klæðum. Höfuðið gerist þungt og leitar ofan í bringuna. Sælukenndin dá- samlega er að fjara út . Kuldinn gerist áleitinn, og suðan fyrir eyrunum eykst, en þrjózkan og æskuþrekið vill ekki viðurkenna undanhald eða ósigur. Gleðin getur ekki verið svona skammæ og brigðul. Hægt og hikandi lyftir hann flösk- unni og losar um tappann. Hann hristir hana nokkrum sinnum, og með ánægju hlustar hann á skvamphljóðið, sem gefur til kynna, að drjrxgur slurkur sé eftir. Síðan lier hann hana snöggt að vörum og bergir drjúgum. Enn á ný hefur Bakkus liorið skynsemina ofurliði. Sýnilega ætlar hann sér aðalhlut- verkið í þeim harmleik, sem hér er háður. Sem snöggvast lyftir ungi maðurinn Iiöfði og svipurinn lýsir nú spurn og efa. Sturluð hugsunin leitar svars við vandamál- um, sem henni er um megn að ráða. Hún neitar staðieyndinn, afneitar sannleikanum og tekur því rangar og neikvæðar ákvarð- anir. — Hann ber flöskuna að vörum á ný, en þar kennir senn grunns. Með ugg hugs- ar Iiann til þess, að þá fyrst sé hann raun- MUNINN 79

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.