Muninn - 01.03.1964, Blaðsíða 4
leysti hlekki formstirðnunar og minjar
langrar undirokunar af skáldskap þjóðar-
innar, um leið og veraldlegt frelsi vannst.
Með ljóðum sínum vildi hann opna hjarta
hennar fyrir hinni hreinu, einlægu og
djörfu kennd fegurðarinnar, sem hann túlk-
aði svo seiðandi í fyrstu bókum sínum, og
raunar alla tíð. Og sjá —, þjóðin tók þess-
um hörpusveini tveim höndum, og settist
að knjám hans sem í leiðslu.
Harpa Davíðs Stefánssonar hafði marg-
víslega strengi. Framan af hljómaði mjög
strengur Iieitra kennda, strengur ástar og
lífsnautnar, þó oft með alvarlegu og dulúð-
ugu ívafi. En seinni árin var enn víðar
skyggnzt, — hlífðarlaus ádeila, einlæg ætt-
jarðarást og bjargföst guðstrú, — allir Jress-
ir þættir setja rnjög svip sinn á seinni ljóð
hans. En aldrei brást hann gyðju hinnar
hreinu fegurðar og ljóðrænu. Skáldgáfu
sinni var hann ætíð trúr og kastaði aldrei
höndum til neins, sem hann lét frá sér fara.
Davíð Stefánsson stóð föstum fótum í ís-
lenzkri rnold. Átthögum sínum var hann
jafnan tengdur sterkum böndum og minn-
ist Jreirra oft fagurlega. Hann trúði því
heils hugar, að beztu eðliskostir Jrjóðar
sinnar, tryggðin við moldina, karlmennska
og manndómur samfara heilbrigðum vits-
munum, myndu fleyta henni yfir allar öld-
ur tízku og hjóms.
Davíð frá FagTaskógi er jafnan heill í
boðun sinni. Aldrei Jrarf að fara í grafgöt-
ur um skoðanir hans, og aldrei þarf að kafa
andlegt hyldýpi til að ná kjarna orða hans.
Hann er framar öllu öðru „skáld hinnar
nöktu fegurðar", eins og hann sagði sjálfur
um Jónas Hallgrímsson.
í einu kvæða sinna, sem fjallar um ætt-
kvísl í Indíalandi, segir Davíð m. a.:
„Þeir þrá ekki völd, sem má týna og tapa,
turna, sem hrapa,
frægð, sem er fals og hjóm.
Allt þeirra líf er að elska og skapa
sín eilífu lótusblóm.“
Davíð Stefánsson skapaði mörg eilíf lót-
usblóm og gaf þjóð sinni. Þess vegna þakk-
ar hún af öllu hjarta, blessar ástmög sinn,
og geymir minningu hans sem einn sinn
dýrasta fjársjóð. G. St.
Áður átti ég . . .
í krosshyrndri þrá og Jrykkju
Jrarfnast ég huggunar
og leita Jress, er ég átti
og einu sinni var.
Og sólin líður um loftin
og lítil börn gamna sér
og fuglarnir tísta í trjánum
og tár koma í augu mér.
Ég reyni að ráða í skýin,
sem rjúka um himin geim
og djöfullinn dansar framhjá
og dregur sinn beizka seim.
H. L. B.
Perlan
Ein og ein perla, ég hélt
hún væri í vitund minni.
Ég kafaði eitt sinn og fann
fallega perlu, er ég trúði vera.
En perlan mín bliknaði í Ijósinu
og ég sá hún var aðeins sandkorn.
Þá hrundu fjöllin mín oní sjóinn
— sjóinn, sem geymir sandkornin mín.
Síðan fága ég sandkorn,
sem sumir halda perlu.
P. Sk.
60 MUNINN