Muninn - 01.03.1964, Síða 18
Hugleihing um bla&aútgáfu í M. A
Um miðjan febrúar gerðist sá atburður
hér í skóla, að nýtt blað leit dagsins Ijós.
Nefndist það Hrímnir. Þótti þetta að von-
um sæta allmiklum tíðindum, og þá ekki
síður örlög blaðsins, en það var upptækt
gert hið snarasta, vegna ærumeiðandi að-
dróttana, sem þar birtust, um einn af
starfsmönnum þessarar stofnunar. Forsend-
ur þessa máls eru mönnum svo kunnar, að
ekki er ástæða til að rekja þær nánar hér.
Útkoma þessa blaðs varð undirrituðum
tilefni eftirfarandi hugleiðinga. Ekki ein-
vörðungu hin umrædda grein, sem olli ör-
lögum blaðsins, heldur miklu fremur allt
yfirbragð og andi þess. Forsvarsmenn snep-
ilsins kveða sig hafa stofnað til útgáfunnar
vegna óánægju með þau blöð, sem fyrir eru
í skólanum. Segjast þeir vilja sporna við
valdi þeirra manna, sem „íklæðast menn-
ingunni eins og skítugum vinnugalla“, svo
vitnað sé til eins af mörgum gullkornum
Hrímnis.
Annar útgefandi blaðsins, — og ábyrgðar-
maður þess, — er hinn ágæti og menningar-
sinnaði formaður Hugins, Björn Pálsson.
Væntanlega er manni, senr slíkri ábyrgðar-
stöðu gegnir, umhugað unr að vera félagi
sínu og skóla trúr, og vill hann sennilega
fremur hafa bætandi áhrif á blaðaútgáfu í
skólanunr en hið gagnstæða.
En nú vaknar sú spurning, hvort áhrif
Björns Pálssonar og andlegxa bræðra hans,
séu heppileg. Sýnir Hrímnir, að svo sé?
Svari hver fyrir sig. En þó hygg ég, að álit
allra dómbærra manna muni vera, að þ’ í
fari fjarri. Meira að segja held ég, að full-
yrða megi, að útgáfa Hrímnis sé að flestu
leyti blettur á félagslífi í skólanum, og að-
standendum blaðsins til stórrar hneisu.
Við því er auðvitað ekkert að segja, þótt
framtakssamur náungi í skólanum taki sér
fyrir hendur að gefa út sorpblað, þótt slíkt
sé raunar alltaf vafasamt fyrirtæki. Hitt er
öllu alvarlegra, að honum skyldi takast að
fá sjálfan formann Hugins í lið með sér,
og auk heldur æda honum það ömurlega
hlutskipti, að bera ábyrgð á skömminni.
Ef að líkum má ráða, hefur útgáfa
Hrímnis átt að vera eitt sterkasta vopn
Björns Pálssonar í baráttu hans fyrir aukn-
um völdum og áhrifum í félagslífi skólans.
Er því hrapallegra, hversu vopnið hefur
snúizt í höndum hans. Að vísu er vitað, að
Björn er ekki höfundur þeirrar greinar,
sem olli því, að blaðið var gert upptækt.
Eigi að síður er hann ábyrgur fyrir henni,
sem og blaðinu í heild. Verður naumast
framhjá þeirri staðreynd gengið, að Björn
Pálsson hafi með tiltæki sínu fyrirgert rétti
sínurn til að á hann sé litið sem ábyrgan
mann í félagslífi í skólanum.
Eins og áður er getið, er Björn Pálsson
einn þeirra manna sem telja Munin á villi-
götum og vill að líkindum hafa áhrif á
hann til hins betra. Skyldu menn ætla, að
Björn gangi þar sjálfur á undan með góðu
eftirdæmi í ritmennsku. Svo er þó ekki.
Framlag formannsins til Hrímnis sýnir, að
hann er sízt fær um að lyfta ritmennsku
í M. A. á hærra stig.
Af því, sem Björn ritar í blaðið, ber hæst
greinina Áróður — kosningar. Þar íklæðist
formaðurinn kufli siðapostulans, og lýsir
yfir vanþóknun sinni á klíkuskap, óábyrg-
um áróðri og baktjaldamakki í sambandi
við kosningar í ábyrgðarstöður í félagslífi
skólans. Mun ýmsurn finnast hér steinum
úr glerhúsi kastað, þar sem öllum er í
fersku minni hinn harðvítugi og óbilgjarni
áróður, sem Björn lét reka fyrir sér í kosn-
ingunum í fyrravor. Sannast á grein hans,
að hægara er að kenna boðorðin en halda
þau. M. a. hneykslast hann á því, „að ein-
staklingar poti fram gæðingum sínum í því
74 MUNINN