Muninn - 01.03.1964, Side 22
Pað var og
Desember gekk í garð, og það varð jóla-
bragð að ýmsu. Um sama leyti stilltu kaup-
menn jólasveinum út í glugga, sem lokk-
uðu til sín saklausar skólasálir, og buddan
tæmdist. En þótt í mörgu væri að snúast,
var félagslífið með nokkrum blóma. Föstu-
daginn 6. des. var Indriði G. Þorsteinsson
rithöfundur fenginn norður að tilhlutan
Hugins. Las hann úr bók sinni ,,Land og
synir", og var það hin ágætasta kynning. En
svo kom rúsínan í vikuendanum. A laugar-
daginn voru Laugalandsmeyjar heimsóttar.
Sökum mikils skorts karlmanna (karl-
menna) í 6. bekk, urðu meyjarnar að taka
niður fyrir sig, og voru þar drengir úr öll-
um bekkjum. Maddömur úr 6. bekk gættu
þar velsæmis. Mjög var þessi ferð rómuð,
og lifðu sumir af því brauði allt til jóla.
A sunnúdagiiin var tónlistarkynning og
illa sótt. í skólanum hefur verið mælsku-
námskeið undir handleiðslu þeirra Gísla
Jónssonar og Þóris Sigurðssonar, og hefur
árangur þegar komið í ljós. Skjótt skipast
veður í lofti. Verkfall skall á 10. des. Allar
framtíðarborgir hrundu. Verzlunum var
lokað, prentarar hættu vinnu, og Muninn
kom ekki út. í nokkra daga hafði fólkið
hlaupið milli búða og hamast að kaupa
jólagjafir, en hitt gleymdist, það var matur-
inn. Nú glampaði á eina von í öllu vonleys-
inu. Hún var sú, að allt gengi til þurrðar í
búi heimavistar, og nemendur yrðu sendir
heirn, því betra er að deyja heima. Aldrei
hafa vistarbúar’hámað annað eins í sig. En
þá kom undanþágan, og vistin fékk nægan
mat. Mörg mærin stundi sáran yfir að hafa
fórnað „fögrum línum“ til einskis. A mið-
vikudag var málfundur í setustofu. Þar
ræddi Pétur Péturss. um rétt kvenfólks til
skólagöngu, Jón Baldvinsson ræddi um
samvinnustefnuna og Pálmi Frímannsson
um skógrækt. Tókst þeim vel. Annars var
hálfgert stuttahljóð í flestum og fundurinn
daufur. Dansleikur var haldinn á sal laug-
ardaginn 14. des. og var það jólaball. Vel
var til þess vandað af 4. bekkingum, en þeir
sáu um fögnuðinn. Jólasveinar, fæddir fyr-
ir tímann, komu og sungu góðan brag,
einnig var töframaður og bingó til skemmt-
unar. Um þessa helgi losnaði allt skólalíf
úr skorðum. Þeir svölustu fóru heirn, því
svo erfitt var um samgöngur vegna verk-
fallsins, að taka varð hverja ferð, sem gafst.
Má segja, að þá hafi bækur verið lagðar á
hilluna. Á þriðjudagskvöld var jólavaka, er
Huginn sá um. Flutti þar séra Bolli
Gústafsson hugvekju, Gylfi Jónsson las
jólasögu og Sigurður Guðmundsson smá-
sögu. Sungnir voru jólasálmar og flutt tón-
list. Nutu þessa fáir, því margir voru komn-
ir heim. Daginn eftir, þann 18. des., var
engin leið að hemja nemendur lengur. Var
þá það ráð tekið að senda þá heim sem
eftir voru. Gerðist jietta klukkan 10.30.
Kyrrð og ró færðist yfir gamla skólann, og
hann andvarpaði af feginleik.
Nýárssólin rann upp og hvatti menn til
dáða. Og á mánudag 6. jan. komu allir
fullir orku í annan tíma. Áhuginn
entist út þriðja tíma, þá var salur og
síðan frí. Laugardaginn 11. janúar hélt
„karmína" ball. Var þar til skemmtunar
kórsöngur ferlegur, og einnig las Jón Mar-
geirsson upp draugasögu. Óhugur var í lið-
inu þetta kvöld. Mánudag 13. jan. var vel
heppnuð jasskynning. Föstudag 17. jan.
átti Hermann Stefánsson 60 ára afmæli, og
Eimskipafélag íslands varð 50 ára. Var þá
farið á sal og sungið fögrum rómi. Hvorugt
afmælisbarnið gat verið viðstatt. Laugar-
dagur var mikill merkisdagur. Þreyttur var
úrslitaleikur í blaki. Þar vann 6. bekkur
78 MUNINN