Muninn - 01.03.1964, Qupperneq 25
Björn Pálsson ekki heldur:
Ef ekki mætti elska það,
ýmsir sáran grétu.
Skólameistari þekkir a. m. k. eina und-
antekningu:
En þetta á sér ekki stað
hjá Elísabetu.
Sljákkar nú ögn í mönnum. Björn Páls-
son hefur upp raust sína:
Þögult heldur þykir mér,
þegja Laugvetningar.
Friðrik botnar:
Enginn þeirra af sér ber
þó yrki Norðlendingar.
Slík frýjunarorð þola Laugvetningar
ekki. Yrkja þeir nú hver um annan þveran,
en vanda lítt til kveðskaparins. Friðrik
getur ekki stillt sig:
Ljóðum spillir leiða bullið,
lízt mér illa á kveðskapinn.
Kennararliðið sezt á rökstóla, og iitkom-
an verður þessi:
Læt ég stillast Ijóðasullið,
leirskáld trylla mannskapinn.
Teitur Benediktsson latínukennari kveð-
ur:
Mér leiðist þetta bragabull,
býsna lítill hiti.
Ef hér kæmi flaska full,
ég færi að yrkja af viti.
Skólameistari á bágt:
Ég get ekkert ort, það skal ég játa.
I mig vantar kímnigræskuna.
Það bugar jafnvel beztu menn að láta
bókvitið í sljóa æskuna.
Erla Salómonsdóttir er tekin að dotta.
Jóhann Heiðar verður henni til bjargar:
Laugvetningar, lítið á,
ljósa mærin sofnar
ef að fjörið ykkur hjá
ævinlega dofnar.
Hljóðið í horninu kveður við:
Éig bið þig, norðlenzk, bjarta mær,
botna þessa vísu.
Erla biður Friðrik ásjár, en hann bregzt
snarla við:
Þú ert, vinur, alveg ær
að eiga við þessa skvísu.
Laugvetninga fýsir að halda meynni, og
er Jóhann Heiðar ekki fjarri því að vilja
semja:
Meyjaskipti nryndum vér
mest af öllu kjósa.
Fjórar vildum fá hjá þér
fyrir manið ljósa.
Laugvetningum magnast nú svo móður-
inn, að Jóhann Heiðar sér sér ekki annað
fært en biðjast liðsstyrks hjá nafna sínum
Hannessyni:
Nú er úti um norðanmenn.
Nafni duoðu okkur.
o
Skólameistari er konrinn í stuð:
Þetta skyldi auðsótt enn,
ef orkan væri nokkur.
Og’
Genginn er af göflunr senn
ganrall spólurokkur.
Framhald á bls. 83.
MUNINN 81