Muninn - 01.03.1965, Síða 8
til umhugsunar um málefni, sem að öðrum
kosti hefðu algerlega farið fram hjá jDeim.
Skólablað er með öðrum orðum ágætt með-
al til að vekja áhuga nemenda á andlegum
og menningarlegum efnum, því að skóla-
blöð lesa allflestir menntaskólanemar, að
minnsta kosti hér norðan fjalla.
Ég drap á það áður í þessari grein, að
blaðaútgáfa í skólum ætti meðal annars að
hafa það hlutverk að gefa byrjendum kost
á að sjá og sýna ritsmíðar sínar á prenti.
Slíkt er oft og tíðum töluverð lífsreynsla
fyrir þá, og ef vel tekst, þarf viðkomandi
ekki að vera smeykur við að tjá sig í riti.
Þetta getur því verið ágætt uppeldisatriði,
og ennfremur gefur slíkt sem Jaetta öðrum
byrjendum gott fordæmi, er þeir sjá einn
úr sínum hópi troða fram á ritvöllinnn. En
ég álít, að ekki beri að birta lélegar ritsmíð-
ar, sem orðið geta lýti á blaðinu og eru ef
til vill ekki sæmandi menntaskólanemum.
Enda sækjast ritnefndir beggja blaðanna
í MA eftir því að hafa blöðin sem vönduð-
ust að efni og frágangi. Flug Munins á
undanförnum árum hefði tvímælalaust
orðið mun óglæsilegra, ef J^eir, sem förinni
réðu, hefðu ekki lagt metnað sinn í að gera
hann sem bezt úr garði og hugsað meira
um gæði blaðsins, heldur en tilfinningar
einstakra manna. Að vísu er hinn gullni
meðalvegur vandrataður, en ég tel núver-
andi stefnu mjög giftusamlega.
Loks vil ég minnast á, hversu útgáfustarf-
semi veitir ritnefnd blaðanna ágæta reynslu
og þjálfun, sem getur komið sér vel síðar
í lífinu. Það er eftirtektarvert, hve margir
nemendur liéðan úr MA, sem hafa starfað
við eða stutt skólablöðin á einhvern hátt,
hafa gert blaðamennsku að æfistarfi sínu.
An efa eiga blöðin hérna einhvern Jrátt í
Jdví starfsvali.
í afmæliskveðju á 30 ára afmæli Munins
óskaði Þórarinn Björnsson skólameistari
þess, að blaðinu tækist í framtíðinni að
sameina „lífrænan Jjrótt og menningarlega
háttu.“ Þetta hefur Munin og Gambra tek-
ist, og er slíkt síður en svo ógöfugt hlutverk.
Að lokum vil ég taka undir orð skóla-
meistara og vona, að skólablöðum Mennta-
skólans á Akureyri takist að sameina þetta
tvennt hér eftir sem hingað til. En ritnefnd-
um blaðanna er nauðsynlegt að gjalda var-
hygð við að láta þau stirðna í föstum form-
um, en á Jdví er mikil hætta, er blöðin eld-
ast. F.f svo færi, myndi hinn lífræni þróttur
smámsaman þverra og verða að engu.
VÍSUR
i. Hláka
og mér er
svo einkennilega
innan brjósts.
ii. Einsog
bláskær stjama
blómið sem óx
um sumar
fölnaði
um haust
féll til jarðar
dó.
iii. Alda
sem berst
yfir blátt kalt haf
álút
fellur að fótum mér.
xexx.
76 MUNINN