Muninn - 01.03.1965, Qupperneq 10
SigurÖur Guðmundsson, Sverrir P. Erlendsson.
unar þeirrar, er nú hefur verið sýnd nokkr-
um sinnum við ágætar undirtektir. Má
segja, að hún sé eins konar ávöxtur af leið-
beiningastarfi hans hér.
Vík ég þá að frumsýningunni. Á meðan
gestir og aðrir áhorfendur týndust í sæti
sín, léku þeir Haukur Heiðar og Birgir
Karlsson nokkur lög á gítar og píanó. Síðan
risu allir á fætur og sungu Gaudeamus
igitur. Hófst nú dagskráin. Fyrst var for-
leikurinn að Merði Valgarðssyni eftir Jó-
hann Sigurjónsson. Valgarður grái var leik-
inn af Sigurði Guðmundssyni. Sýndi hann
góðan leik og náði vel skapi og stór-
mennsku hins heiðna goða. Mörður sonur
hans, hin lokaða persóna, var leikinn á við-
eigandi hátt af Sverri P. Erlendssyni.
Þá komu fram tvær systur, þær Valgerð-
ur og Ólöf Benediktsdætur. Léku þær á
Steinunn
Jóhannesdóttir
flytur ljóð.
fiðlur við píonóundirleik Jóhannesar Ö.
Vigfússonar. Var leikur þeirra mildur og
hrífandi. Fjórir nemendur fluttu kvæði:
Steinunn Jóhannesdóttir, Jóhanna Hjör-
leifsdóttir, Ragna Sveinsdóttir og Gunnar
Stefánsson. Flutningur Steinunnar var
einkar hugljúfur. Jóhanna var of stirð, og
Rögnu skorti tilfinningu í flutningi sínum.
Lestur Gunnars var rnjög sterkur. Hann
hefur mikinn raddstyrk samfara ágætis
beitingu.
Kvartett úr 6. bekk (Jón Hlöðver Áskels-
son, Haukur Heiðar Ingólfsson, Jóhannes
Ö. Vigfússon og Valtýr Sigurðsson) söng
fjörug lög við undirleik Ingimars Eydals,
sem einnig var stjórnandi kvartettsins. Létu
þau allvel í eyrum. Að lokum var leikinn
einþáttungurinn Háa C-ið eftir Sophus
Neumann. Hann er með afbrigðum vitlaus
og hefur líklega verið valinn vegna jress,
hve hlægilegur hann er.
Gammelby er leikinn mjög sæmilega af
Arnari Einarssyni. Raddhreimur hins mið-
aldra tónskálds varð þó stundum svolítið
ungæðislegur. Helga Jónsdóttir fer með
hlutverk Franzisku systur hans. Hin upp-
þornaða piparmey er skemmtilegasta per-
sóna leiksins og jafnframt mjög vel leikin.
Einkennist leikur Helgu af öryggi, svo að
livergi er teljandi galla að finna. Hlutverk
Kamillu er falið Margrétu Sigtryggsdóttur.
Er auðséð, að hún leggur við það mikla al-
Jón Hlöðver Áskelsson, Haukur Heiðar Ingólfs-
son, Jóhannes Vigfússon, Valtýr Sigurðsson.
78 MUNINN