Muninn

Volume

Muninn - 01.03.1965, Page 12

Muninn - 01.03.1965, Page 12
Bernskuheimilið Sólríkan sumardag eftir hádegi stígur mið- aldra mðaur út úr bifreið neðan við bæ framan til í dalnum og gengur livatlega upp tröðina. Hann gerir ekki vart við sig, held- ur tekur stefnu til austurs, upp brúnina, þar sem uppblásturinn hefur nær útrýmt öllum gróðri. Brátt er grár melurinn að baki, og maðurinn þræðir götuslóðann, er liggur inn á heiðina. Hann er léttur í spori, enda þótt 62 ævi- ár séu að baki, og hugurinn er fullur af gleði. Loksins eftir hálfrar aldar útlegð, 50 ár, sem eytt hefur verið í dansinn kringum gullkálfinn til þess að geta framfleytt sér og síðan fjcilskyldu sinni, gefst honum tóm til að líta bernskuheimili sitt aftur. Þetta yndæla litla lieiðarbýli, er geymir allar ljúfustu endurminningar hans um gleði og sorg æskuáranna. Hann strýkur svitann af andliti sínu, greikkar sporið, og það er engu líkara en tilhlökkunin hafi yngt hann um rnörg ár. Þegar hann kemur að landamörkunum, nemur hann staðar til þess að kasta mæð- inni, sezt á götubarminn og nýtur hins tæra fjallalofts. Til hægri handar er lágvaxið birkikjarr, þar sem lítill fugl situr á grein og flytur maka sínum, sem eflaust liggur á eggjum skammt frá, lofsöng sinn. Hugur hans hvarflar til atburðar, er hafði tengt þennan runna órjúfanlega við æsku- minningar hans. Þarna hafði hann fundið hreiður í fyrsta sinn. Fjögur lítil módröfnótt egg, sem lágu falin milli greinanna. Seinna hafði hann ætlað að sjá hreiðrið aftur, en þá tókst svo illa til, að hann steig ofan í það og braut öll eggin. Þessi atburður hafði fært honum nokkr ar andvökunætur fullar af samvizkubiti. Hann brosir, þegar hann minnist þessa atburðar, rís á fætur og gengur upp ásinn, er liggur milli hans og bernskuheimilisins. Þegar það blasir við augum hans, er eins og komi hik á hann. Allt virðist einhvern veg- inn öðruvísi en hann liafði ímyndað sér, lækurinn, túnið, liúsin og allt umhverfið sýnist honum nú minna en í endurminning- unni, en samt sem áður þekkir hann þetta allt. Hann flýtir sér heim að bænum, knúinn áfram af einhverjum geig, sem hann veit ekki, hvernig á stendur. Byggingarnar bera það með sér, að síð- ustu ár hefur enginn mannleg hönd rétt þeim hjálparhönd gegn eyðingarmætti tím- ans. Þekjurnar eru hálffallnar, og víða er hrunið úr vegghleðslunni. Dimm göngin eru saggafull, og innst í þeirn er enn óbráð- inn klaki frá síðasta vetri. Maðurinn litast um nokkra hríð og geng- ur síðan til baka sömu leið og hann hafði komið. Hann er álútur og lítur aldrei um öxl. Það er liðið að kvöldi, er hann kemur fram á dalbrúnina. Þar nemur hann staðar, sezt á stein og horfir yfir dalinn, sem liggur fyrir neðan, baðaður í geislum kvöldsólarinnar. Það glampar á hvíta veggi, rauð og græn þök, iðgræn tún, og allir litir virðast skærari en um daginn. Áin liðast líkt og silfurband eftir dalnum. Samt er eins og maðurinn taki ekki eftir fegurð náttúrunnar. Hugur hans reikar heldur ekki til þess tíma, er hann í fyrsta sinn stóð á þessari brún og horfði yfir dalinn, fullur lotningar á stærð og margbreytileika heimsins. 80 MUNINN

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.