Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 01.03.1965, Qupperneq 22

Muninn - 01.03.1965, Qupperneq 22
dúra og molla og síðar utan. Hún þroskaði skyn fyrir samhengi hljómanna innbyrðis og spennu sakir víxlnotkunar dúrs og molls. Möguleikar þessa kerfis jukust smám sam- an. Það var farið að leiða áheyrandann í sama laginu gegnum dúra og molla frá ýms- um tónum tónstigans. Hljómarnir urðu einnig flóknari og langsóttari. Samfara þess- ari hl jómfræðiþróun urðu breytingar á formi tónverkanna og kröfum þeim, sem gerðar voru til flytjenda. Fyrir 1900 var sí- fellt verið að fullkomna og auka við þau form eða umgjörðir, er tónverkin studdust við, og þau voru sum hver orðin býsna teygjanleg í lokin. Kröfurnar til flytjenda höfðu fram að þessu sífellt verið að aukast, flytjendur þurftu oft að vera næstum ofur- menni til að geta flutt tónverkin. Það gat ekki gengið mikið lengra í þessa átt. Það voru róttækar breytingar framundan. Það var í Frakklandi, sem þær hófust. Debussy kom fram með nýja tónlistarstefnu, þar sem sambandið milli einstakra hljóma rofnaði, þar sem þeir standa hver um sig með sína sérstöku tilveru, óháðir hinum. Formið leysist upp í reyk, það eru aðeins lögmál listrænna, tilfinningalegra áhrifa, sem gilda. Tónskáldin leitast við að skyggn- ast undir yfirborð hlutanna og túlka þeirra innra eðli, en allar útlínur eru óljósar. Þessi stefna hefur verið kölluð impressionismi. Þá um aldamótin voru að vísu flestir orðnir sammála um, að breytingar hlytu að verða, en það ríkti minni eining um, hvað koma skyldi. Það voru því ýmsar fleiri stefnur á lofti eins og enn er í dag. í Þýzkalandi kom fram expressionismi sem andstæða impressionismans. Leiðtogi hans var Arnold Schönberg. Fylgismenn stefnunnar leituðust við að túlka sitt innra sálarlíf, en ekki umheiminn eins og impress ionistar. Þeir upphófu öll lögmál listarinn- ar og reyndu að tjá sig abstrakt. Impression- ismann og expressionismann bar hæst fram að fyrri heimsstyrjöld. En það voru enn byltingar á döfinni. Um aldamótin var farið að reyna nýjar tónarað- ir í stað dúra og molla. Fylgismenn róman- tízku stefnunnar (fyrir 1900) höfðu þekkt 5 tóna áttund, en nú var áttundinni skipt í 6 tóna með jöfnu millibili (heiltónaskali), og skömmu síðar var farið að líta á alla 12 tóna áttundarinnar jafna, sem grundvöll tónsmíðarinnar (tólftónaskali). Þessu fylgdi það vandamál, að aðhalcl það, sem þrengri skalarnir veittu, var horfið, og frjálsræðið gerði erfitt að byggja upp meiri háttar tón- verk í listræna heild. Það skal haft í huga, að samhljómar voru ekki lengur til að halda samfelldum gangi í laginu. Á þessu vanda- máli fékk expressionisminn að kenna. Þá var það upp úr 1920, að Schönberg kom með nýja aðferð, tólftónakerfið. í því eru allir 12 tónar áttundarinnar jafn réttháir. Þeim er stillt upp í einhverri röð og notað- ir ávallt síðan í sömu röð, aftur á bak, áfram eða viðsnúið. Það eru notaðir margir eða fáir tónar í einu, eftir því sem listsköp- unin þarfnast, og það skiptir ekki máli fyr- ir röðina, úr hvaða áttundarbili (háu eða lágu) tónninn er tekinn. Schönberg forðað- ist lengst af að blanda gömlu tóntegundun- um inn í tólftónatónverk, en eftirmenn hans, Alban Berg og Webern, gera það gjarna með góðum árangri. Mörg tónskáld beita tólftónatækninni í og með í tónverk- um sínum, en fylgja stefnunni ekki strang- lega. Má nefna Svisslendinginn Frank Martin. Notkun tólftónaraða nefnist serial- ismi. Frjálslegur serialismi er ef til vill líf- vænlegastur þeirra stefna, sem fram komu eftir fyrri heimsstyrjöldina, ef marka má af því, hversu mörg tónskáld, sem þó fylgja öðrum stefnum, hafa orðið fyrir áhrifum af honum eða notað að einhverju leyti vinnuaðferðir hans. Eftir heimsstyrjöldina fyrri er einkum talað um þrjár stefnur. Ein þeirra er serial- isminn, önnur fékkst við ýmiss konar óreglulegt hljóðfall, sú þriðja, nýklassíkin, leitaðist við að endurvekja kontrapunkt- ískar aðferðir, eins og ríktu í tíð Bachs, en 90 MUNINN

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.