Muninn - 01.03.1965, Page 27
HUBERT CRACKANTHORPE:
I.
Þeir komu vanlega þrisvar í viku, hann og
hundurinn, á þriðjudögum, fimmtudögum
og laugardögum, til þess að betla.
Hann var langur og mjög grannvaxinn,
fötin voru alsett skærlitum bótum, og það
voru saumsprettur á öxlum og olnbogum.
En hann var alltaf tandurhreinn. Þykka,
gráa skeggið var sem silki og vendilega
kembt. Rauðar hendurnar gljáðu, rétt eins
og þær hefðu verið fægðar. Tréklossarnir,
sem hann gekk í, voru mörgum númerum
of stórir og fylltir af hreinum stráum, en
hann skildi þá alltaf eftir á dyrahellunni og
kom berfættnr innfyrir.
Hann kallaði sig Saint-Pé, — ég gat aldrei
uppgötvað hvers vegna, því að dag nokkurn
trúði hann mér fyrir, að hann hefði verið
skírður allt öðru nafni.
Hann, sóknarpresturinn, læknirinn og ég
vorum fulltrúar stéttanna í Sallespisse, en
Saint-Pé einn lifði á betli. Frá sólarupprás
til sólarlags var hann iðj'ulaus, hafði ekki
unnið handtak, síðan stríðinu lauk. Hann
bjó í kofa, sem kominn var að falli. Kofinn
innihélt aðeins eitt herbergi, og gólfið var
ber jarðvegurinn. í einu horninu gat hann
þó legið og virt fyrir sér stjörnur nætur-
himinsins í gegnum brotnar rúðurnar í
glugganum.
En húsið var hans „prívat“ eign, og sér-
hvern þriðjudags-, fimmtudags- og laugar-
dagsmorgun rölti hann á klunnalegum tré-
klossunum sínum út úr því til þess að betla
í nágrenninu.
Hundurinn hans Saint-Pé hét Plúton.
Einu sinni hafði hann verið af St. Hubert
kyni, og þegar Saint-Pé var farinn að þekkja
mig, flýtti hann sér að vekja alveg sérstaka
athygli á hundinum. Hvað sem Plúton
hafði verið á sínum löngu liðnu æskuárum,
þá var hann núorðið ekkert annað en
skjögrandi samsafn af beinum, sem vafið
var inn í slitið skinn. Ég varð aldrei var við,
að hann hætti á að hafa rófuna annarsstaðar
en þétt milli fóta sér, og hvenær sem ég
mætti honum einum eða skokkandi á eftir
húsbónda sínum, gleymdi hann aldrei að
heilsa mér með langdregnum og flóknum
kurteisiskveðjum eins og japanskur séntil-
maður.
Og eins og ég hef nú víst áður sagt, þá
kornu þeir félagarnir tveir heim til mín á
þriðjudögum, fimmtudögum og laugardög-
um, og á meðan Plúton, sem var ekkert
nema hlýðnin, fór að leita sér að einhverj-
um afgöngum í búrinu, sagði Saint-Pé mér
alla sína sorgarsögu, eins sorglega og ná-
kvæmlega og hann væri mér algjörlega
ókunnugur.
Ég gaf Saint-Pé fjórar súur við hverja
heimsókn hans. Þegar hann hafði stungið
þeim á sig, einhversstaðar inni á milli
furðulegra bótanna á jakkanum sínum,
þrammaði hann burt niður götuna, ákall-
andi hástöfum heilaga guðsmóður og bað
um áframhaldandi örlæti mitt í framtíð-
inni.
Eudore og Saint-Pé voru nágrannar.
Eudore hafði mestu skörnm á Saint-Pé
vegna hinna tilgangslausu og innantómu
lifnaðarhátta hans og fyrirgaf mér aldrei
fyllilega, að ég skyldi gefa karlinum aura.
„Hann er þrjótur," sagði Eudore alltaf,
þegar ég sagði honum frá uppátækjum
Saint-Pé, til að skemmta honum.
En ef Eudore áleit Saint-Pé einskis nýtt
muninn 95