Muninn - 14.12.1988, Page 24
Við í ritstjórn höfum orðið vör við að margir nemendur þessa skóla eiga við persónuleg
vandamál að stríða. Til að ráða bót á þessu, höfum við fengið sálfræðing til liðs við okkur til að aðstoða
og leiðbeina þeim sem illa hafa keyrt út af hinum vandtroðna vegi vanans. Hér á eftir eru nokkur
vandamál sem hann hefur leyst úr af stakri snilld.
Kæri sáli
Ég er stelpa í ónefndum fjórða bekk og á við gífurlegt vandamál að stríða. Ég er svo ofboðslega
hrædd um að falla í sögu og íslensku vegna þess að strákarnir sem eru með mér í íslensku- og
sögutímunum eru með svo mikinn yfirgang og læti að kennarinn ræður ekki neitt við neitt. Helst vildum
við, ég og vinir mínir, vera lausir við strákana úr bekknum og höfum við gert allt til að losna við þá,
en ekkert gengur. Ég þoli ekki álagið og nú er svo komið að ég sef ekki lengur á næturnar og ég er að
velta því fyrir mér hvort ég ætti að hætta í skólanum.
Hvað á ég að gera?
Ein sem vill láta ljós sitt skína.
Þessi yfirgangur og frekja sem drengirnir þjást af, heitir á fræðimálinu Irretatus Subhumania og
stafar annars vegar af Iítilli kyngetu og hins vegar af óþekktum orsökum sem raunar er ekki vitað
hvort eru fyrir hendi. Ef þú hugsar út í kynferðislega yfirburði þína í næsta tíma, er nokkuð
öruggt að þú munt eiga Iéttara með að þola lætin í drengjunum. Takist það ekki, bendi ég á
geðdeild Landspítalans sem hentugan dvalarstað í framtíðinni.
Kæri Sáli.
Ég er í 1. bekk og strákum hefur alltaf litist vel á mig. í gaggó var ég alltaf með strákum og ég
gat heillað hvaða strák sem var með því einu að horfa á hann. En síðan ég kom í M.A. hefur allt breyst.
Það er sama hvað ég geri. Enginn fæst til að líta á mig. Hvað er eiginlega að mér? Halda þeir að ég sé
í áhættuhópi eða er ég andfúl? Hvað á ég að gera?
Ein að missa vitið.
Þú ert greinilega að ganga í gegnum erfitt tímabil í lífi þínu. Viðbrigðin við að koma í nýjan skóla
eru mikil og þvíumlíku fylgir oft andleg togstreita. Þessi streita getur auðveldlega leitt til sveiflna
á persónuleika sem virka neikvætt út á við, þ.e. á fólk sem þú umgengst. Þú þarft bara
aðlögunartíma, og eftir nokkra stund verða strákarnir örugglega farnir að elta þig aftur.
Sannaðu bara til!
Kæri Sáli.
/ *
Eg er strákur í 2. bekk Menntaskólans og á við smávandamál að stríða. Eg hef alltaf gengið með
Muninn 24