Muninn

Volume

Muninn - 14.12.1988, Page 26

Muninn - 14.12.1988, Page 26
Formáli Ég ákvað eftir miklar vangaveltur að skrifa þessa sögu og senda í Munin. Þessi saga varð til í Laugarvatnsferðinni og með þeim hætti að óstýrilátir unglingar gátu ekki sofnað og báðu (grátbáðu) mig að segja sér sögu svo þeir gætu sofnað. Sagan varð svo góð að þau so... (til þess var hún gerð)! Kannski hefði hún orðið ennþá betri ef hlustendur hefðu ekki alltaf verið að grípa fram í. Jólasveinninn Einu sinni voru (ég ákvað að byrja á mjög sjaldséðri byrjun) karl og kerling sem áttu heima í höll (hér byrjaði einn hlustandinn að rífa sig og eftir miklar deilur breytti ég karlinum í kóng og kerlingunni í drottningu). Þau áttu einn son sem var þá prins (hér gall við í einum hlustanda: Höfum prinsessu!, en ég vildi það ekki og eftir langan tíma fékk ég mínu framgengt) eins og allir sem eiga kóng og drottningu fyrir mömmu og pabba (hér ákvað ég að hafa jafnrétti í þessu og láta mömmu á undan pabba). Einu sinni þegar prinsinn var á gangi um miðjan júlí í garðinum umhverfis höllina hitti hann jólasvein og garlanorn (hérna breytti ég sögunni frá uppruna- lega forminu að því að jólin em að nálgast, þetta átti bara að vera garlanorn. Einn hlustandinn vildi endilega hafa krókódíl en ég sagði sko nei). Þau gáfu prinsinum garlastein, því þau voru góð. Þessi steinn var þeim görlum gæddur að eiga þrjár óskir handa þeim er ætti hann, hverjar svo sem þær væru. Prinsinn varð mjög glaður og ákvaðaðnýtaþærvel. Alltíeinu glumdi í matarbjöllunni. Prinsinn hljóp inn (hljóp inn?! Neeeeei! prinsar hlaupa ekki, þeir ganga virðulega inn) prinsinn gekk virðulega inn og settist við matarborðið. Þá sá hann sér til hrellingar (hér kom smá innskot frá hlustanda: Það vantaði grænu baunirnar! Afþví að ég var ekki búin að ákveða neitt sérstakt annað samþykkti ég það) að það vantaði grænu baunirnar. Hannspurðimömmu sína hvar þær væm og hún sagði: Þær eru ekki til elsku mömmudrengur. Prinsinn varð ævareiður og öskraði á mömmu sína (prinsar og mömmudrengir gera það stundum líka) að hann vildi fá grænar baunir og ef hann fengi þær ekki mætti mamma hans fara norður og niður. Ovart, alveg óvart, var hann með garlasteininn í hendinni (hérna var fólkið farið að geispa og hætti ekki þó ég reyndi að gera söguna spennandi) og aumingja mamma hans fór norður og niður (auminginn, auuuuming- inn, já, ég biðst afsökunar, ég varð fyrir mjög sterkum áhrifum af sögunni). í fyrstu váfð hann mjög ánægður en síðan sá hann eftir þessu, því eins og allir unglingar þótd honum vænt um mömmu sína. Því varð hann að eyða annarri ósk til að fá hana til baka. Eftirmáli Mér þykir fyrir því að sagan varð ekki lengri og endir- inn snubbóttur en allt í einu gerði ég mér grein fyrir því að allir voru sofnaðir í kringum mig og ég var að segja mér sjálfri söguna. Annarserég vissumað stólar, borð, dýnur og svefnpokar hlustuðu með athygli þó að krakkarnir gerðu það ekki. Laugarvatnsferðalangur Muninn 26

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.