Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 14.12.1988, Qupperneq 29

Muninn - 14.12.1988, Qupperneq 29
hlutfalli við lengd og þyngd undirstöðunnar. Silfurræmur sem hafa verið hengdar á tréð eru einnig geysivinsælar. Þær borða kettir og hafa farið í allt að pakkaádag. Þettageraþeirtilað hreinsa garnimar en eru annars vanir að borða grasstrá í þeim tilgangi. Þegar kettír vilja láta gæla við sig eru sitjandi og liggjandi mannverur vinsæl bráð. Þáleggjastþeirofanáþær og fá um leið örugga umönnun í minnst 1 klst., þar sem mjög erfitt er að standa upp með kött hangandi á bringunni eða á lærunum. Ef köttum líður mjög vel mala þeir og slefa. Einnig eiga þeir til að naga ýmsa hluti svo sem tölur og skyrtukraga. Trétölur á ullarpeysum eru mjög vinsælar, mjúkar og bragðmiklar. Kettir sækja mikið að veiku fólki og til foma voru þeir helg dýr Egypta og voru sögð hafa lækningamátt. Mal katta er bæði til að þakka fyrir væntumþykju og líka til að láta vita ef kötturinn þarfáhjálpaðhalda. Köttursem liggur fyrir andláti malar stöðugt og mjög hátt (u.þ.b. 60 db.). Annars hafakettir marga góða hæfileika sem þeir nýta óspart. Þeir eru býsna fimir og em frægir fyrir, flestir, að koma niðurá fjórafæturefþeirfallaúr mikilli hæð, allt upp í 10 metra. Til þess nota þeir rófuna sem er mikilvægt skynfæri, hún er ekki spotti sem hentugt er að taka í til að góma kött. Kettir hafa líka klær sem eru inndregnar og eru þær skerptar reglulega. Til þess hafa verið hönnuð brýnabretti sem eru fáanleg í hvaða gæludýrabúð sem er. Striga- veggir eru þó teknir fram yfir brettin þar semeinnigmáþjálfa vöðva og klifur um leið og klæmareru skerptar. ✓ Islenski kötturinn rekur ættir sínar allt til landnámskatta um800e.Kr. Hér hafa þeir lifað við velmegun og veitt mann- inum aðstoð við hvers konar störf og gert meira gagn en ógagn. Þróast hafa tvenns konar stofnar, heimiliskötturinn "Felis Catus" og líka villikettir "Felis Villis". En önnur afbrigði í heiminum skipta þúsundum s.s. norskur skógarköttur, síamskettir, persakettir, tigerkettir, rauðir Búrmakettir, chinchillakettir, Himalaya- kettir, seal-point-síamskettir o.fl. o.fl. Kettir eru einnig rómaðir fyrir samskipti og náin tengsl við eigendur. Þeir hafa erft háar fjárhæðir. Kötturinn Charlie Chan t.d. fékk 250.000 dali í arf ffá eiganda sínum, konu í Missouri sem dó 1978. Að ónefndum íslensk- um ketti, sem var uppi á 19. öld miðri, safnaðist mikill auður til hans þar sem hann þótti góður til áheita. Fyrir áheitin var keypt jörðin Stóragróf í Stafholts- tungum með fénaði, hrossum og hænsnum. Hann átti heima á Hraunsnefi í Borgarfirði en fluttist með húsmóður sinni, Oddnýju Þorgilsdóttur, að Landbrotum í Kolbeinsstaða- hreppi. Þar lést Oddný og skömmu síðar lagðist kötturinn út og hvarf. Er þetta talinn ríkasti köttur á íslandi (sbr. Morgunblaðið). Kettir hafa oftar verið taldir þess verðir að erfa auðæfi, enda hafa þeir mikla, djúpa undirmeðvitund og dáleiðsluhæfileika. Þetta er þeim einum ljóst sem reynir að upplifa og skilja líf katta, en þeir eru taldir vera eitt fullkomnasta spendýr sem gengur á fjórum fótum. Einkaritari Brandar. Muninn 29

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.